Fréttabréf UNRIC: Öryggismál og loftslagbreytingar

CC ARCTIC UN Mark Garten

4.mars 2015. Mun fleiri látast af völdum Loftslagsbreytinga en hryðjuverka. Þetta kemur meðal annars fram í grein í Norræna fréttabréfi UNRIC sem kemur út í dag,  um tengsl loftslagsbreytinga og öryggismála. Þar er einnig fjallað sinnaskipti Svía sem nú hyggjast leggja meiri áherslu á þátttöku í friðargæslu Sameinuðu þjóðanna en áður. Hans Coréll fyrrverandi aðallögfræðingur SÞ segir að snúið sé út úr lögfræðiáliti hans til að réttlæta olíuleit og fiskveiðar við Vestur-Sahara. Við ræðum við Michael Möller, yfirmann SÞ í Genf og förum í saumana á ástandinu í Suður-Súdan.