A-Ö Efnisyfirlit

Fréttir

Hér finnur þú núverandi greinar Sameinuðu þjóðanna og fréttir á íslensku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar.

UNRIC er svæðisbundin upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. UNRIC, sem hefur skrifstofu í Brussel, samanstendur af níu landfræðilegum og þemadeildum auk upplýsingastaðar og bókasafns.

Vefsíður UNRIC á óopinberum tungumálum Sameinuðu þjóðanna innihalda einnig grunnupplýsingar um uppbyggingu Sameinuðu þjóðanna, helstu starfssvið, mikilvæg skjöl, tengla á aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna og atvinnutækifæri.

Að berjast gegn hungri í heiminum

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (49) ?? Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er í fararbroddi í viðleitni heimsins...

Frumbyggjar: Sanneiksnefndir og aukinn áhugi

Áhugi á frumbyggjum Norðurlanda hefur aukist verulega jafnt í alþjóðamálum sem menningum og listum á undanförnum áratugum. Annars vegar Inúitar á Grænlandi og hins vegar Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og raunar einnig Rússlandi teljast til frumbyggja. Stjórn Grænlendinga í eigin málum hefur farið vaxandi og sannleiks- og sáttanefndir hafa verið stofnaðar eða eru í undirbúningi um málefni Sama í öllum þremur Norðurlanda þar sem þeir búa. 9.ágúst er alþjóðlegur dagur frumbyggja.

SÞ taka virkan þátt í hjálparstarfi í Líbanon

Sameinuðu þjóðirnar vinna náið með yfirvöldum í Líbanon við að takast á við afleiðingar banvænnar sprengingar í Beirút á þriðjudag. Stór hluti höfuðborgarinnar varð...

Tími kominn til að binda enda á kjarnorkuvána

Þess er minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að 75 ár eru liðin frá kjarnorkuárásunum á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Í myndbands-ávarpi í dag vottaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fórnarlömbum árásanna virðingu sína og lauk lofsorði á eftirlifendur og baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum.

Þurfum meira á menntun að halda en nokkru sinni fyrr

Skólar voru lokaðir í 160 ríkjum um miðjan síðasta mánuð og meir en 1 milljarður námsmanna naut ekki kennslu vegna COVID 19 faraldursins. „COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér mestu truflun í sögu menntunar,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann fylgdi úr hlaði stefnumótunarskýrslu um stöðu  mennntunar á tímum faraldursins.

3 sprengjur fjarlægðar og hálf milljón fær hreint vatn

Svíinn Pehr Lodhammar  er hátt settur verkefnisstjóri hjá Jarðsprengjuhreinsunsarsveitum Sameinuðu þjóðanna (UNMAS) í Írak. Því er ekki að leyna að starfi hans fylgir töluverð áhætta og þrýstingur vegna þeirra vona sem heimamenn binda við árangur. Á hinn bóginn er afraksturinn ríkulegur því það gerir fólki kleift að snúa aftur til síns heima, þegar UNMAS tekst ætlunarverk sitt að hreinsa burt lífshættulegar jarðsprengjur.

Að berjast gegn hryðjuverkum

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ?? Ríkisstjórnir heims samhæfa aðgerðir sínar gegn hryðjuverkum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. .Árið 2006 var...

Allsherjarþingið á netið

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer í fyrsta skipti fram með myndbandstækni, þjoðarleiðtogar hittast ekki í New York.

Að bæta aðbúnað launþega

Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) hefur sett viðmið og samþykkt alþjóðleg grundvallaratriði og réttindi vinnandi fólks, þar á meðal um félagafrelsi, rétt til að semja sameiginlgega um kaup og kjör og banni við þvingaðri vinnu, barnavinnu og mismunun á vinnustað. Kjarnastarf ILO snýst um atvinnuvernd, félagslega vernd í þágu allra og félagslega samræðu á milli vinnuveitenda og launþega og ríkisstjórna.

Úr fangelsi í Sýrlandi til Hvíta hússins   

Omar Alshogre mátti þola þriggja ára barsmíðar, hungur og þorsta í fangelsi í Sýrlandi. Hann sætti pyntingum, bæði andlegum sem líkamlegum. Hann var á köflum sannfærður um að hann myndi ekki lifa fangavistina af, en það gerði hann engu að síður. Nú býr hann í Stokkhólmi og helgar líf sitt baráttu í þágu landa sinna sem enn eiga undir högg að sækja í heimalandinu.

Baráttan gegn heimsfaraldri ójöfnuðar: Nýr samfélagssáttmáli í þágu nýrra tíma

Ójöfnuður í heiminum grefur undan velferð okkar og framtíð. Birtingarmyndir ójöfnuðar eru víðs vegar, hvort heldur sem er í beitingu valds á alþjóðavettvangi til kynþáttahyggju og mismununar kynjanna til ójafnrar tekjuskiptingar. Við þurfum átakanlega á nýrri hugsun að halda til að stöðva þessa þróun og snúa henni við.   

COVID-19 bitnar harðast á konum

Ógnvekjandi fyrirsagnir um aukið kynbundið ofbeldi vegna COVID-19 hafa sést um allan heim, en það er aðeins eitt dæmi um að stúlkur og konur hafa orðið hlutfallslega harðast úti í faraldrinum

Að ná tökum á fíkniefnavandanum

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ?? Fikniefna- og glæpaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna vinnur að því að draga úr...

11 mynd-dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum

Á hverju ári birta Sameinuðu þjóðirnar topp tíu lista yfir dæmi um verk sem samtökin telja brýnust í starfinu en í ár - á 75.afmælisári samtakanna hefur einu verið bætt við: baráttuna gegn COVID-1 faraldrinum.
Kynþáttahyggja

#BLM: VIð endurritum ekki söguna en getum framvegis orðið hluti af...

Mótmælin gegn kynþáttahatri og kynþáttahyggju og Norðurlöndin.