Í dag er þess minnst að tuttugu ár eru frá kjarnorkuslysinu í Tsjérnóbíl, alvarlegasta kjarnorkuslysi sögunnar. Þegar litið er yfir farinn veg síðustu tvo áratugi, er ástæða til að minnast hetjuskaps ósérhlífinna hjálparsveita, þjáninga 330 þúsund manns sem flosnuðu upp vegna mengunar, þeirri hættu og ótta sem þjakaði milljónir manna á nærliggjandi landsvæðum og erfiðar og kosntaðarsamar aðgerðir til að draga úr þeirri geislun sem almenningur varð fyrir og að draga úr áhrifum slyssins á heilsufar og umhverfið. Þessar fórnir ættu aldrei að gleymast.
Á síðsta ári komust átta stofnanir Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar ríkisstjórna Hvítarúslnands, Rússlands og Úkraínu að sameiginlegum vísindalegum niðurstöðum um heilsufarslegar og umhverfislegar afleiðingar slyssins á svokölluðum Tsjérnóbíl vettvangi. Í þessum niðurstöðum er viðurkennt að enn séu ekki öll kurl komin til grafar varðandi áhrif slyssins á þessi landsvæði, en eru engu að síður mikilvæg hvatning fyrir íbúana. Framkvæmdastjórinn hvetur til þess að niðurstöðunum verði dreift sem víðast.
Margar mikilvægar niðurstöður hafa verið dregnar af því sem gerðist í Tsjérnóbíl, þar á meðal mikilvægi þess að birta almenningi gagnsæjar, tímanlegar og trúverðugar upplýsingar þegar slíkar hamfarir dynja yfir. Framkvæmdastjórinn telur að alþjóða samfélagið minnist þeirra sem þjáðust af völdum Tsjérnóbíl, best með því að styðja myndarlega þau verkefni sem miða að því að rétta við þau samfélög sem áttu um sárt að binda og að hjálpa fjölskyldum að lifa eðlilegu, heilbrigðu lífi á ný.
New York, 26. apríl 2006