WHO: tengsl á milli COVID-19 og aukinnar offitu barna

Aukin offita barna á COVID tímanum er enn meira áhyggjuefni vegna almennrar ofþyngdar og offitu.
Aukin offita barna á COVID tímanum er enn meira áhyggjuefni vegna almennrar ofþyngdar og offitu. Mynd: Diana Polekhina/Unsplash

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin. Offita. Ný úttekt Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu (WHO/Europe) rennir stoðum undir grunsemdir um að tengslt séu á milli COVID-19 heimsfaraldursins og offitu hjá sjö til níu ára gömlum börnum.

COVID-19 þurfti ekki til. Ofþyngd og offita barna er gríðarlegt vandamál í Evrópu.
COVID-19 þurfti ekki til. Ofþyngd og offita barna er gríðarlegt vandamál í Evrópu. Mynd: Robert Lawton
Creative Commons Attribution-Share Alike 2.5

Nýutkomin skýrsla byggð á úttekt í 17 aðildarríkjum WHO í Evrópu sýnir fram á að skjátími hafi aukist og líkamleg hreyfing minnkað og offita að sama skapi vaxið.

Helstu atriði eru þessi:

  • 36% barna horfðu lengur á sjónvarp, eyddu meiri tíma í tölvuleikjum og voru meira á samfélagsmiðlum á virkum dögum.
  • 28% barna voru minna útivið á virkum dögum og 23% um helgar.
  • 30% fjölskyldna elduðu hins vegar oftar heima, borðuðu oftar saman (29%), gerðu oftar stórinnkaup (28%) og elduðu oftar með börnunum (26%).

    Ekki þarf að koma á óvart að skjátími barna jókst.
    Ekki þarf að koma á óvart að skjátími barna jókst. Mynd: KOBU Agency/ Unsplash
  • 42% barna voru síður hamingjusöm eða leið verr.
  • Fimmta hvert barn kvaðst oftar hafa verið dapurt.
  • Fjórða hvert barn sagðist oftar hafa verið einmana.

Rannsókn WHO/Europe og samstarfsaðila fór fram 2021 til 2023 og náði til 50 þúsund barna í 17 af 53 ríkja á Evrópusvæði Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.

Líkamleg hreyfing barna 7-9 ára utandyra minnkaði.
Líkamleg hreyfing barna 7-9 ára utandyra minnkaði. Mynd: Kenny Eliason

Lærdómar

„Sú mynd sem dregin er upp í skýrslunni hefur ýmis blæbrigði, því í sumum ríkjum voru jákvæðar breytingar eins og meiri samvera fjölskyldna á matmálstímum,“ segir Dr Kremlin Wickramasinghe ráðgjafi WHO/Europe um næringu, líkamlega hreyfingu og offitu. „Hins vegar voru önnur áhyggjuefni til dæmis aukin neysla á óhollum mat og meiri kyrrseta.”

Neysla óholls matar jókst.
Neysla óholls matar jókst. Mynd: Christopher Williams/Unsplash

„Við getum ekki látið sem ekkert sé. Á Evrópusvæðinu er þriðja hvort barn ýmist of þungt eða glímir við offitu. Neysla ávaxta og grænmetis er of lítil,“ segir Dr Wickramasinghe. „Ég vona að skýrslan hringi á viðvörunarbjöllum og ýti við okkur til að grípa til brýnna aðgerða. Þörf krefur að bæta næringu og auka hreyfingu, sértaklega með því að skapa umhverfi sem styður við heilbrigða líshætti.“

Sjá einnig hér, hér og hér.