Alþjóða heilbrigðismálastofnunin. Offita. Ný úttekt Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu (WHO/Europe) rennir stoðum undir grunsemdir um að tengslt séu á milli COVID-19 heimsfaraldursins og offitu hjá sjö til níu ára gömlum börnum.
Nýutkomin skýrsla byggð á úttekt í 17 aðildarríkjum WHO í Evrópu sýnir fram á að skjátími hafi aukist og líkamleg hreyfing minnkað og offita að sama skapi vaxið.
Helstu atriði eru þessi:
- 36% barna horfðu lengur á sjónvarp, eyddu meiri tíma í tölvuleikjum og voru meira á samfélagsmiðlum á virkum dögum.
- 28% barna voru minna útivið á virkum dögum og 23% um helgar.
- 30% fjölskyldna elduðu hins vegar oftar heima, borðuðu oftar saman (29%), gerðu oftar stórinnkaup (28%) og elduðu oftar með börnunum (26%).
- 42% barna voru síður hamingjusöm eða leið verr.
- Fimmta hvert barn kvaðst oftar hafa verið dapurt.
- Fjórða hvert barn sagðist oftar hafa verið einmana.
Rannsókn WHO/Europe og samstarfsaðila fór fram 2021 til 2023 og náði til 50 þúsund barna í 17 af 53 ríkja á Evrópusvæði Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.
Lærdómar
„Sú mynd sem dregin er upp í skýrslunni hefur ýmis blæbrigði, því í sumum ríkjum voru jákvæðar breytingar eins og meiri samvera fjölskyldna á matmálstímum,“ segir Dr Kremlin Wickramasinghe ráðgjafi WHO/Europe um næringu, líkamlega hreyfingu og offitu. „Hins vegar voru önnur áhyggjuefni til dæmis aukin neysla á óhollum mat og meiri kyrrseta.”
„Við getum ekki látið sem ekkert sé. Á Evrópusvæðinu er þriðja hvort barn ýmist of þungt eða glímir við offitu. Neysla ávaxta og grænmetis er of lítil,“ segir Dr Wickramasinghe. „Ég vona að skýrslan hringi á viðvörunarbjöllum og ýti við okkur til að grípa til brýnna aðgerða. Þörf krefur að bæta næringu og auka hreyfingu, sértaklega með því að skapa umhverfi sem styður við heilbrigða líshætti.“