Sýklalyfjaþol. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. Sýklalyf voru verulega ofnotuð á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn gekk yfir og kann þetta að hafa ýtt undir sýklalyfjaþol að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að sýklalyfjaþol (sýklalyfjaónæmi) sé í hópi tíu alverlegustu lýðheilsuógna í heiminum.
Þótt aðeins 8% þeirra sem lagðir voru inn á sjúkrahús með COVID-19 glímdu jafnframt við bakteríusýkingu fengu þrír af hverjum fjórum sýklalyf, einfaldlega í þeirri von að það kæmi að notum.
Enginn ávinningur
„Þegar sjúklingur þarfnast sýklalyfja er ávinningurinn oft og tíðum meiri en áhætta sem fylgir aukaverkunum eða auknu þoli gegn sýklalyfjum,“ segir Silvia Bertagnolio sérfræðingur hjá WHO. „Ef þau eru ónauðsynleg er hins vegar enginn ávinningur af notkun þeirra á sama tíma og notkun þeirra er áhættusöm og stuðlar að útbreiðslu sýklalyfjaþols.”
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur að þegar á heildina er litið hafi notkun sýklalyfja gegn COVID-19 lítt gagnast sjúkingum. Hún hafi jafnvel verið skaðleg sjúklingum sem voru lausir við bakteríusýkingar, samanborið við þá sem ekki fengu sýklalyf. Þetta undirstrikar, að mati WHO, nauðsyn skynsamlegrar beitingar sýklayfja til að draga eins mikið og hægt er úr neikvæðum afleiðingum fyrir sjúklinginn og samfélagið.