Evrópubúar standa á krossgötum í baráttunni gegn COVID-19. Héðan í frá er það í höndum einstaklinga og samfélaga hvort við stefnum að nýju eðlilegu ástandi eða hvort við hrökkvum tilbaka í átt til samgöngu- og samskiptahindrana.
„Vantraust, andspyrna gegn takmörkunum, vanvirðing við breytingum á hegðum sem við þurfum öll að undirgangast til að takmarka COVID-19, geta þvingað okkur inn á braut sem ekkert okkar vill fara,“ sagði dr Hans Kluge forstjóri Evrópu-skrifstofu WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í morgun.
„Í stuttu máli þá mun hegðun okkar í dag marka þá braut sem við munum fara þegar faraldurinn er annars vegar,“ sagði Kluge. „Nú þegar ríkisstjórnir aflétta takmkörkunum, eru það þið sem einstaklingar og hluti af samfélögum sem axlið sameiginlega ábyrgð. Farið eftir meðmælum innlendra yfirvalda, takmarkið félagslega virkni, haldið áfram að þvo hendur, virðið bil á milli fólks og drögum úr áhættu þeirra sem berskjaldaðastir eru í samfélaginu, hinna edlri og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.“
Dr Kuge sagði að almennt væri faraldurinn að hægja á sér á Evrópusvæðinu sem nær til fyrrverandi ríkja Sovétríkjanna, en það er í austari hlutanum sem aukning er. Nú hafa 1.78 milljón sýkinga verið staðfetar, 160 þúsund hafa látist sem er 43% skráðra tilfella í heiminum og 56% látinna.
Flest ný tilfella í heiminum undanfarnar 24 klukkustundir voru skráð í Rússlandi, Bretlandi og á Spáni.
Þrenn skilaboð
Skilaboð dr Kluge voru í þrennu lagi á blaðamannafundinum í morgun:
Í fyrsta lagi að nú sé ekki tími til andvaraleysis – við verðum að vera á verði.
Í öðru lagi að yfirvöldum beri að hlusta á almenning og laga sig að aðstæðum í samræmi við það án tafar.
Og í þriðja lagi lagði hann mikla áherslu á hlutverk almennings í því að halda COVID-19 í skefjum.
„Hegðun okkar í dag markar hegðun COVID-19. Þetta er nú í okkar höndum,“ sagði dr Kluge. „Þangað til við höfum bóluefni, er það bandalag almennings og þeirra sem marka stefnuna sem gildir. Við þurfum samfélagssáttmála sem nær út fyrir þau mörk sem embættismönnum eða leiðtogum eru sett. Árvekni er ábyrgð samfélagsins í heild.“