Frjáls félagasamtök og stofnanir á Íslandi efna til kynningar á nýhöfnum Áratugi Sameinuðu þjóðanna um endurheimt vistkerfa eða vistheimt í Norræna húsinu fimmtudaginn 3.júní kl. 16.00.
Samkvæmt ákvörðun Allsherjarþingsins er 2021-2030 Áratugur Sameinuðu þjóðanna um vistheimt eða endurheimt vistkerfa.
Á kynningunni verður útskýrt hvað vistheimt eða endurheimt vistkerfa er og hvers vegna Sameinuðu þjóðirnar hafa sett málefnið í forgang á áratugnum 2021-2030. Fjallað verður á einfaldan hátt um hvað vistheimt er og hvers vegna það er ein mikilvægasta aðgerðin í íslenskri náttúruvernd.
Eftir fundinn munu náttúrufræðingar sýna gestum vistheimtarsvæðið í kringum Norræna húsið og fólk á öllum aldri er hvatt til að mæta.
Vistheimt á mannamáli
Húsið opnar kl 16:00 – kaffi og kleinur í boði
Dagskrá:
16:30-16:35 Opnunarerindi umhverfis- og auðlindaráðherra
16:35-16:40 Ása L. Aradóttir og Kristín Svavarsdóttir: Hvað er vistheimt?
16:40-16:45 Hreinn Óskarsson: Þórsmörk sem dæmi um vel heppnaða vistheimt
16:45-16:50 Sverrir Norland: vistheimt á mannamáli
16:50-17:00 Kynning á skoðunarferðum um vistheimtarsvæði
Á meðal fjölda fundarboðenda eru Landgræðsluskólinn sem er hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu og starfar GRÓ starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, Janframt eru á meðal gestgjafa Háskóli Íslands, Skógræktin, Landvernd, Fuglavernd, Náttúruminjasafn Íslands, Líffræðifélag Íslands, Ungir umhverfissinnar og Votlendi.
Sjá nánar hér .