Heilbrigðisástandið í Súdan hefur versnað til muna, að sögn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR. Stofnunin hefur gefið út viðvörun vegna ástandsins, en fjórum milljónum manna hefur verið stökkt á flótta í landinu.
Átök standa enn yfir á milli tveggja fylkinga, sem hófust í apríl. Frá þeim tíma hafa 3.9 milljónir manna lagt á flótta og eru nú ýmist innan eða utan landamæranna. 1.ágúst var talið að 1 milljón væri á vergangi innan landamæranna að sögn IOM, Alþjóða fólksflutningasdtofnunarinnar.
Vaxandi áhyggjur
William Spindler talsmaður IOM sagði að fjölskyldur hafi verið á vergangi svo vikum skiptir. Hafi þær haft lítinn aðgang að matvælum og lyfjum og því færist vannæring í vöxt, smitsjúkdómar gerðu vart við sig og fjöldi fólks látist. Hann sagði sérstaka ástæðu til að hafa áhyggjur af flóttamannabúðum. Þar væri skortur á geðheilbrigðisaðstoð og lyfjabirgðir væru á þrotum.
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur einnig skýrt frá skorti á heilbrigðisstarfsfólki og lyfjum og árásum á starfsfólk. Allt þetta hefði grafið undan heilsugæslu um allt landið.
Hvítu-Nílar fylki
Ástandið er sérstaklega afar bágborið í Hvítu-Nílar fylki. 144 þúsund manns hafa nýlega flúið þangað frá höfuðborginni Kartúm. Fólki býr í 10 flóttamannabúðum. Hjúkrunargögn eru á þrotum og of fátt starfsfólk.
Árásir á heilsugæslustöðvar hafa verið tíðar. WHO hefur lagt áherslu á nauðsyn þess að tryggja heilsugæslunni vernd, sérstaklega þegar átök brjótast út. Sérstaklega er skortur á hjúkrunargögnum alvarlegur þar sem átök standa yfir.
Óstöðugt ástand
UNHCR og önnur mannúðarsamtök segja að ástandið í Súdan sé skelfilegt því þau úrræði sem til eru duga ekki til að svara eftirspurn. Einungis hefur tekist að fjármagna 29% af áætlaðri fjárþörf mannúðarstarfs.
Heilbrigðissráðuneyti Súdans telur að frá upphafi átaka hafi 12 þúsund manns særst og rúmlega 1200 látist. Hins vegar hefur WHO ekki staðfest tölurnar og eru þær taldar ágiskanir.