Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur kynnt hugmyndir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi, þjóðernishreinsanir og hvers kyns glæpi gegn mannkyninu. “Það er löngu tímabært að efna loforðið um skylduna til að vernda,” sagði Ban.
Leiðtogar þjóða heims gáfu út yfirlýsingu árið 2005 um “skylduna til að vernda.” Með henni eru ríki skuldbundin til að vernda íbúa fyrir þjóðarmorði og öðrum grófum mannréttindabrotum og leggur þá skyldu á herðar alþjóðasamfélagsins að grípa inn í ef einstök ríki gegna ekki skyldu sinni.
Ban í New York 21. júlí.
Ban hefur kynnt nýja skýrslu um þetta mál og lagt fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. “Okkar sameiginlega verkefnni núna er að hrinda í framkvæmd sögulegu loforði leiðtoganna til þjóða heims.”