Úr háloftum í iður jarðar og skófatnað Bjarkar

Loftslagsbreytingar. Einn fylgifiskur loftslagsvárinnar er að óvæntir aðilar eiga skyndilega samhlið. Slíkt var upp á teningnum þegar kastljósi var beint að nýstárlegri vísindaðferð sem felst í að breyta koltvísýringi (CO₂) í grjót. Söngkonan Björk fékk Carbfix-fyrirtækið til að sækja stein niður í iður jarðar til að nota á forsíðu nýjustu plötu hennar, Fossora. Grjótið sem prýðir skóhæla Bjarkar var ekki alls fyrir löngu koltvísýringur í andrúmsloftinu sem Carbfix fangaði, blandaði vatni og fargaði neðanjarðar.

„Við breytum koltvísýringi í stein,” segir samskiptastjóri  Carbfix, Ólafur Teitur Guðnason.

Undanfarinn rúman áratug hefur Carbfix fengist við að líkja eftir ferli sem á sér stað í sjálfri náttúrunni. Koltvísýringur blandaður koltvísýringi verður að grjóti aðeins tveimur árum eftir að honum hefur verið þrýst niður í iður jarðar.

Aðferð náttúrunnar

Carbfix
Mynd: Gunnar Freyr/Carbfix

„Við hröðum aðferð móður jarðar við að umbreyta kolefni í grjót,” útskýrir Ólafur Teitur.

Carbfix útvegaði listamanninn, James Merry, slíkt grjót en hann er til margra ára samstarfsmaður Bjarkar. Hann notaði steininn sem efnivið og skreytti skólhæl Bjarkar fyrir myndatökuna á forsíðu Fossora.

Markmið Carbfix hvað varðar loftslagsbreytingar eru þó háleitari en að takmarka sig við að skreyta skó söngkonunnar.

Umfangsmikið verkefni Carbfix á Íslandi samsvarar því að fanga og farga sem nemur meir en helmingi árlegrar losunar Íslands á gróðurhúsalofttegundum og kann því að vera umtalsvert framlag í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Kolefni er víða bundið í bergi og steinefnum jarðar. Aðferð Carbfix felst í að hraða og líkja eftir náttúrulegum ferlum. CO₂ er leyst upp í vatni og er síðan þrýst niður í berg neðanjarðar. Tilteknar bergtegundir geta síðan hýst og ummyndað vatnsblandað kolefnið og og tryggt örugga og varanlega vörslu.

Helmingur losunar Íslands

Frá 2014 hefur Carbfix losað 86 þúsund tonn af CO₂ við orkuverið á Hellisheiði. Það er hins vegar aðeins fyrsta skerfið og Carbfix, stefnir að „dramatískri aukningu,” sem Ólafur Teitur vonast til að „ryðji brautina fyrir samstafi annars staðar í heiminum.“

Orkuverið á Hellisheiði. Mynd: Carbfix
Orkuverið á Hellisheiði. Mynd: Carbfix

„Markmið okkar er að farga 3 milljónum tonna á ári af koldíoxíði á ári innan 2031 og hálfri milljón þegar árið 2026. Til samanburðar má nefna að núverandi förgun á Hellisheiði er 17 þúsund tonn. Þetta nemur um helmingi árlegrar losunar Íslands sem er um 5 milljónir tonna samkvæmt hefðbundnum tölum en þá er landnotkun og millilandaflug undanskilið.“

Samkomulag við Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, er lykill að nýja verkefni Carbfix sem nefnist  „Coda Terminal“. Rio Tinto stefnir sjálft að því að fanga þann koltvísýring sem losaður er í álverinu og farga með Carbfix aðferðinni. Aðstæður í Straumsvík eru ákjósanlegar. Þar er basalt, góð höfn sem þó verður að stækka og aðgangur að vatni.

„Við gátum ekki fengið  þessar þrjár milljónir tonna á Íslandi. Hugmyndin er að nota hagstæðar aðstæður fyrir Carbfix aðferðina hér til að farga koldíoxíði sem er flutt hingað á sérútbúnum skipum. Þetta verður aðallega frá iðnfyrirtækjum í Norður-Evrópu sem ekki geta með góðu móti dregið úr losun.

Möguleikar víða um heim

Evrópusambandið hefur nýlega veitt Coda Terminal-verkefninu 115 milljóna evru styrk úr nýsköpunar og loftslagssjóði sínum. Þetta er andvirði 16-17 milljarðar íslenskra króna. SB fylgist náið með og  heimsótti Maroš Šefčovič varaforseti framkvæmdastjórnar þess Ísland nýverið og kynntis sér starfsemina.

Mynd: Gunnar Freyr: Carbfix

Carbfix-verkefnið hófst 2006-2007 og standa að því auk Háskóla Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur, Vísindarannsóknarstöð Frakklands (CNRS) í Toulouse og Jarðarstofnunin við Columbia Háskóla í Bandaríkjunum.

Vonir standa til að Carbfix geti teygt anga sína víðar. Talið er að fræðilega megi farga 4 milljörðum tonna af koltvísýringi í Evrópu og 7.5 milljarða í Bandaríkjunum.

Þrennt þarf til að hægt sé að nota Carbfix-aferðina: hentugar bergtegundir og aðgang að CO₂ og vatni. Síðasta atriðið kann að takmarka notagildið sums staðar í heiminu, en verið er að vinna að lausn.

Carbfix hefur náð góðum í árangri við að skipta út bergvatni með sjó í rannsóknarstofu.

„Við höfum hafið tilraunir í Helguvík til að reyna þetta við raunverulegar aðstæður.”

Auk gnægðar vatns, þarf gljúpt basalt-berg að vera til staðar, en um 5% yfirborðs sjávar og stór hluti sjávarbotns búa yfir basalti.

Ekki má gleyma því að enn er langt í land með að þróa skilvirkar aðferðir á viðráðanlegu verði við að fanga koltvísýring úr andrúmsloftinu. Carbfix vinnur einnig að því í samstarfi við svissneska fyrirtækið á Climeworks og er verið að auka tilraunastarfið á Heillisheiði umtalsvert.

Margir baráttumenn í loftslagsmálum eru gagnrýnir á Föngun og förgun kolefnis (CCS) og óttast að oftrú á þessa tækni, komi í veg fyrir nauðsynlegan niðurskurð á losun CO₂ um allan heim.

Engin töfralausn

Förgunarsetur Carbfix. Mynd: Gunnar Freyr/ Carbfix

Ólafur Teitur segist skilja þessi sjónarmið.

„Þetta er ekki allsherjarlausn á vandanum. Við viljum ekki skapa falskar vonir um að niðurskurður losunar sé ekki nauðsynlegur” útskýrir hann. „Hins vegar er vandinn svo stór að það er ekki nóg að draga úr losun – það þarf líka að fanga og farga og taka úr andrúmsloftinu.”Steingerving og aðrar föngunar og förgunar-aðferðir munu ekki koma í stað minnkun losunnar, en eru hins vegar nauðsynlegar viðbætur.”

Föngun og förgun mun án efa verða til umræðu á COP27, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Í sérstakri skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) nýlega segir að möguleikar föngunar og frögunar CO₂ séu umtalsverðir. Efnahagsráð Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE) segir í annari nýlegri skýrslu að föngun og förgun sé bráðnauðsynleg ef takast eigi að ná kolefnishlutleysi. Þá hefur UNESCO, Mennta-, vísinda og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna sýnt þessu málefni og Carbfix sérstaklega töluverðan áhuga.

Ummyndun CO₂ í stein neðanjarðar mun vafalaust aukast en enn um sinn munu margir telja hugmyndina kvist af meiði vísindaskáldskapar.

James Merry, listamaðurinn á bakvið steinskó Bjargar segir að sig hafi dreymt um að fanga „bjartsýna framtíð vísindaskáldsögu“ Carbfix í hönnun sinni.

Samningamenninrir á COP27 vinna vissulega hörðum höndum að því að finna lausnir á loftslagsvánni, og ekki veitir þeim af bjartsýnum draumum ef forða skal loftslags-martröð.