Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar 24. október 1945 af fimmtíu og einu ríki í þeirri viðleitni að tryggja frið með alþjóðlegri samvinnu og sameiginlegu öryggi. Í dag er nánast hvert ríki heims aðildarríki en þau eru 193 talsins.
Þegar ríki gerist aðildarríki gengst það undir Sáttmála Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlegan sáttmála þar sem sett eru fram helstu meginreglur alþjóðlegra samskipta. Samkvæmt sáttmálanum hafa Sameinuðu þjóðirnar fernan tilgang: að viðhalda alþjóðlegum frið og öryggi, að stuðla að vinsamlegum samskiptum á milli ríkja, leysa alþjóðlegar deilur í sameiningu og efla virðingu fyrir mannréttindum og vera vettvangur samstilltra aðgerða þjóða.
Á vettvangi SÞ
Sameinuðu þjóðirnar eru ekki alheimsríkisstjórn og setja ekki lög. Þær geta hins vegar skapað vettvang til að greiða fyrir lausn alþjóðlegra deilna og setja fram stefnu í málefnum sem varða alla. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa öll aðildarríki, lítil og stór, fátæk og ríki, eina rödd og eitt atkvæði.
Hér eru upplýsingar um uppbyggingu Sameinuðu þjóðanna með yfirliti um verkefni hlestu stofnana þeirra.
- Allsherjarþingið
- Öryggisráðið
- Efnahags- og félagsmálaráðið
- Alþjóðadómstóllinn
- Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna