UNRWA sér um flutninga fyrir allar hjálparstofnanir

Mynd UNRWA

Merit Hietanen er finnskur sérfæðingur í mannúðarmálum og jafnrétti kynjanna sem hefur starfað fyrir UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálpina (2011-2015).

Hún varð vitni að hersetu Ísraela og átökunum 2014 og hvaða áhrif þau höfðu á stofnunina og fólkið á Gasasvæðinu.

Hún segir að reynslan hennar af starfinu með UNRWA hafi verið góð og lærdómsrík.

Merit Hietanen segist hafa verið orðlaus þegar hún frétti af banninu við starfi UNRWA. Mynd: Henna Middeke með góðfúslegu leyfi.
Merit Hietanen segist hafa verið orðlaus þegar hún frétti af banninu við starfi UNRWA. Mynd: Henna Middeke með góðfúslegu leyfi.

Orðlaus yfir fréttum

„Það var mjög áhrifaríkt að vinna með UNRWA á Gasasvæðinu. Þegar ég lít um öxl höfðum við mikinn kraft og áhrif.”

Ísraelska þingið hefur samþykkt að binda enda á starf UNRWA á næstu mánuðum

„Ég er hreinlega orðlaus yfir þessum fréttum segir,” Merit Hietanen.

„Ég hef fylgst náið með stöðu UNRWA á Gasa. Lífið þar er hreinlega hræðilegt. Ég veit ekki lengur hvað ég get sagt fólkinu sem ég skildi eftir þar, og hvað geta þau sagt mér?”

Alvarleg vannæring tíu sinnum algengari

Talið var að ein milljón palestínskra flóttamanna lifði við hreina örbirgð, sem þýðir að fólkið gat ekki aflað sér einfaldrar máltíðar. Nýjustu úttektir bendir til að nú ríki það sem kallað er brýnt fæðu-óöryggi, á fagmáli IPC Phase 3 eða matvælakreppa eða enn verra. 133 þúsund glíma hins vegar við hamfara-fæðuóöryggi  IPC Phase 5. Alvarleg vannnæring er tíu sinnum algengari en áður en stríðið braust út að nýju 2023.

„UNRWA sér ekki aðeins fólki fyrir mat, heilbrigðisþjónustu og menntun, heldur sér það um flutningakerfi fyrir aðrar hjálparstofnanir sem starfa á Gasa,“ útskýrir Merit Hietanen. „UNRWA varð til og hefur starfað áfram vegna þess að enn hefur engin pólitísk lausn fundist á vanda palestínskra flóttamanna. Eitt af hlutverkum UNRWA er að sinna grundvallar mannúðarþörfum. Annað hlutverk er að skrá alla flóttamenn í Palestínu allt frá 1948 þegar Palestínumenn flúðu heimili sín. Hugsun Ísraela er sennilega sú að ef stofnunin verði lögð niður,  verði flóttamennirnir ekki lengur til. Þetta stenst auðvitað ekki. Fólkið er ekki á förum.”

Minnkandi trú á alþjóðakerfið

Sérstök rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sem gefin var út 14.nóvember að hernaður Ísraels á Gasasvæðinu væri í samræmi við skilgreiningar á þjóðarmorði vegna mikils mannfalls óbreyttra borgara. Jafnframt stofi Ísraelsher Palestínumönnum vitandi vits í lífshættu. Francesca Albenese sérstakur erindreki um hertekin svæði Palestínumanna hefur haldið uppi svipuðum málflutningi.

„Ég tel að fólk víða um heim hafi misst trúna á alþjóðakerfið undanfarið ár. Eitthvað ber að gera til að endurheimta það traust. Það má ekki láta við svo búið standa að við getum ekki komið í veg fyrir fjöldamorð einfaldlega af því bandamaður Vesturlanda á í hlut,” segir  Merit Hietanen.