Helstu samskiptamiðlar hetims hafa tekið höndum saman með UNICEF í baráttunni gegn neteinelti.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNCIEF, hleypti nýlega af stokkunum herferð gegn einelti á netinu.
Eftir að hafa rætt við ungt fólk skilgreindi UNCIEF tíu atriði sem snerta neteinelti. En eitt atriðinna sneri að samskiptamiðlunum sjálfum. Lét unga fólkið í ljós efasemdir um að þeir stæðu sig nægilega vel í að hindra einelti á netinu.
Til að koma til móts við unga fólkið fékk UNICEF sérfræðinga í einelti og barnavernd ásamt fulltrúum samskiptamiðla til að kortleggja þau úrræði sem væru til gegn þessu sívaxandi vandamáli.
Eineltisstefna samskiptamiðla
Instagram, TikTok, Snapchat, Facebook og Twitter hafa öll stefnu í eineltismálum en það er þeim í sjálfsvald sett hvaða reglum er fylgt. Á meðal úrræðanna eru kvartanaferli og útilokanir.
Instagram og Facebook hafa á að skipta starfsfólki sem vinnur allan sólarhringinn alla vikuna á rúmlega fimmtíu tungumálum. Allt sem telst meiðandi eða fela í sér einelti er fjarlægt. Hægt er að kvarta yfir færslum, athugsemdum eða ”sögum” á Facebook og Instagram.
Á Instagram getur notandi útilokað leynilega þá sem sýna eineltistilburði frá því að tjá sig um færslur þeirra. Þetta úrræði er kallað ”Restrict” og með því eru athugasemdir hrekkjusvínanna útilokaðar frá færslum þeirra sem það vilja, án vitunda gerenda. Sá sér athugasemd sína eins og ekkert sé en enginn annar gerir það.
Eineltissvín hugsi sig tvisvar um
Einni er sjálfvikrt kerfi á Instagram sem er ætlað að láta eineltissvín hugsa sig um tvisvar áður en þeir setja inn meiðandi færslu. Dæmin sanna að oft hætta menn við ef þeir þurfa að hugsa sig um tvisvar.
TikTok hefur einnig úrræði gegn einelti. Hægt er að eyða ummælum, láta myndbönd verat il einkanota, stjórna hver geti sett inn athugsaemdir við færlsur og blokkerað einstaklinga.
Þá er farvegur fyrir notendur TikTok til að kæra einelti eða áreitni fyrir hönd annars notanda.
Twitter hvetur fjólk til að láta vita um notendur sem brjóta reglur. Þetta er hægt að gera á stuðnings (support) siðum eða með aðstoð þjónustuvers (Help Center) eða með því að kæru-úrræðið (“Report a Tweet”).
Nýjung í Finnlandi
Í nokkrum ríkjum er boðið upp á sérstök úrræði. Í Finnlandi er verið að þróa forrit sem greinir ýmis niðrandi orð á ensku. Eftir að slíkt orð hefur verið slegið inn stingur forritið upp á öðru vægara eða hlutlausara orði. Er vonast til að þetta slái vopnin úr höndum eineltissvína og minna þá á hvað þeir eru að gera, þótt vafalaust dugi þetta skammt gegn forhertustu svínunum.
Sjá nánar um herferð UNICEF hér og hér.
SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi heldur úti vefsíðu þar sem fræðast má meðal annars um neteinelti: https://saft.is/born-og-unglingar/neteinelti/
Ástæða er líka til að minna á hjálparsíma Rauða krossins
Oft getur hjálpað til að tala við einhvern ef þú ert að lenda í neteinelti. Hjálparsími Rauða Krossins er gjaldfrjáls sími, opinn allan sólarhringinn, fyrir alla þá sem þurfa að ræða sín hjartans mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan einstakling.