Alþjóða barnadagurinn. Öll börn eiga rétt á því að lifa og þroskast. Þau eiga rétt á að lifa í sjálfbærum heimi og njóta tækifæra. Börn eiga rétt á að vaxa úr grasi án ofbeldis og síðast en ekki síst eiga þau rétt á að læra mennta sig. Þetta eru aðeins nokkur þeirra réttinda sem börnum eru tryggð í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Hann var samþykktur 20.nóvember 1989, þremur áratugum eftir að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti yfirlýsingu um réttindi barnsins. 20.nóvember, Alþjóða barnadagurinn er að sjálfsögðu miikilvægur dagur í starfi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Í þágu sérhvers barns
Barnasáttmálinn var samþykktur af 190 ríkjum. Ísland undirritaði hann 26. janúar árið 1990 og fullgilti hann þann 28. október 1992. Sáttmálinn var síðan lögfestur árið 2013. Réttindi sáttmálans ná til allra barna undir 18 ára aldfri, án tillits til þjóðernis, kyns, félagslegrar stöðu, trúar eða menningar.
Sum börn, jafnvel á Norðurlöndum, búa við ójöfn tækifæri. Norðurlönd hafa öflug velferðarkerfi, en fátækt barna er samt sem áður málefni sem taka þarf á. Hvert barn hefur rétt á að lifa í sjálfbærum heimi og eiga möguleika í lífi sínu.
Norræn fátækt barna
Samkvæmt stuðlum OECD um fátækt er hægt að tala um hlutfallslega fátækt á Norðurlöndum. Birtingarmynd fátæktar þar er þó sjaldnast sú að þau fái ekki nóg að borða eða föt til að klæðast í í skólanum. Hins vegar er líklegra að þau geta ekki tekið þátt í íþróttastarfi sökum fátæktar og það getur aftur valdið því að börn séu utangarðs og sæti jafnvel einelti.
Loftslagsbreytingar snerta börn
Loftslagsbreytingar, vatns- og fæðuskortur, lokun skóla, átök og náttúrhamfarir í sívaxandi mæli hafa orðið til þess að fleiri böðrn en nokkru sinni þurfa á aðstoð að halda í heiminum. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna hefur sérstaklega fjallað um börn og loftslagtsbreytingar, sem má kynna sér í myndbandinu að ofan.
Innbyrðistengdar kreppur krefjast kerfisbundinna lausna. Af þeim sökum koma leiðtogar á ýmsum sviðum, hvort heldur sem er úr heimi stjórnmála, viðskiptalífs, fræðaheims og mennta saman í dag til að ræða með hvaða hætti er hægt að vernda börn og sérhvern rétt þeirra.
Myllumerki umræðunnar:
#ForEveryChild, Every Right!