Unglingaóléttur eru alheimsvandamál

Adolescent Flickr Mother and Child Guatemala Pan American Health Organization Attribution NoDerivs 2.0 Generic CC BY ND 2.0

 Adolescent Flickr Mother and Child Guatemala Pan American Health Organization Attribution NoDerivs 2.0 Generic CC BY ND 2.0

Maí-júní 2016. Unglingaóléttur eru þrándur í götu valdeflingar kvenna víða í heiminum.

Auðvitað eru dæmi um að konur á unglingsaldri ætli sér að eiga börn snemma, en oft er það ekki tilfellið.Over 1500 adolescent peer educators have been trained as part of the COPEITSA programme. Photo UNFPA Honduras

Þegar stúlka verður barnshafandi breytist margt í lífi hennar, ekki síst framtíðarhorfur, og sjaldnast til hins betra. Á heimsvísu má segja að heilbrigði hennar sé stefnt í hættu og menntunar- og atvinnumöguleikar hennar dvína, auk þess sem hætt er við að hún verði fátækt að bráð og jafnvel útskúfun. Þungun áður en stúlka er líkamlega, þroskalega og félagslega tilbúin, ógnar rétti hennar til að komast á öruggan og árangursríkan hátt ítölu fullorðinna.

Óléttan er oftast ekki val stúlkunnar. Oft er hún afleiðing af skorti á vali og möguleikum, og mismununar og brotum á mannréttindum hennar.

Þungunin er endurspeglun á því að þeir sem eru í kringum hana hafa látið undir höfuð leggjast að vernda réttindi hennar, þar á meðal rétt hennar til menntunar sem opnar möguleika; aðgang að heilsugæslu á sviði kynferðis og frjósemi og upplýsinga og vernd gegn kynferðisbrotum sem er oft ástæða unglingaóléttunnar.

Adolescent In 2002 in Peru children smile in the Villa Nueva elementary school on the outskirts of the town of Picota in the north eastern department of San Martín in the Amazon. Photo UNICEF BalaguerÞað er erfitt að meta fjöld stúlkna sem verða fyrir kynferðislegri misnotkun eða nauðgun, enda eru slík brot sjaldnast tilkynnt. Hins vegar má ráða að lítill árangur hefur náðst í glímu við þennan vanda í Mið-Ameríku og Karíbahafinu og raunar fer vandinn þar vaxandi.

Óléttum stúlkna á aldrinum 10 til 15 ára fjölgaði um 25% á árunum 2010 til 2012 og er þetta svæði það eina í heiminum þar sem stúlkum sem fæða börn yngri en 15 ár fjölgar, að sögn Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) . Sameinuðu þjóðirnar telja að þessi þróðun muni halda áfram ef alþjóðasamfélagið grípur ekki í taumana.

Hvers vegna sitja Mið-Ameríka og Karíbahafið eftir?

Guatemala er það land sem á við mesta erfiðleika að glíma. Samkvæmt opinberum tölum eiga 10 þúsund nauðganir sér stað á hverju ári í landinu en það þýiðr að einni konu af hverjum 1547 er nauðgað. Samtökin Læknar án landamæra telja hins vegar að þessar tölur séu í raun mun hærri. Sem dæmi má nefna til samanburðar að í Danmörku eru skráðar um 400 nauðganir á ári og er þá hlutfallið einn á móti 14 þúsund. Oft og tíðum er nauðgarinn nákominn fórnarlambinu, faðir, frændi, bróðir eða nágranni og þvingar stúlkuna til að þegja yfir ofbeldinu. Þar að auki eru stúlkurnar stundum bara tíu ára þegar þær verða ófrískar eftir nauðgun.

Guatemala er á meðal þeirra ríkja heims þar sem algengast er að stúlkur eigi börn nauðgara, og unglingar eignast fjórða hvert barn í landinu. Teenage pregnancy UNFPA adol girls pic India 1Afleiðingarnar eru alvarlegar og að sögn Alþóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru erfiðleikar á meðgöngu og við fæðingu næst algengasta dauðaorsök stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára í heiminum. Þá hefur unglingaólétta neikvæð félagsleg- og efnahagsleg áhrif á stúlkurnar, samfélag þeirra og fjölskyldur. Margar stúlkur hrökklast úr skóla við þessar aðstæður og stúlkur sem hafa litla menntun og verkkunnáttu, hafa færri atvinnutækifæri . Þetta getur haft áhrif á efnahag ríkja, þegar þau missa af atvinnuþátttöku og tekjum ungra kvenna sem þær hefðu fengið ef þær hefðu ekki orðið ófrískar ungar.

Sumar stelpur vita ekki hvernig þær geta forðast að verða barnshafandi; kynlífsfræðsla er víða af skornum skammti. Þá eru þær oft of þjakaðar af feimni eða skömm til að leita ásjár heilbrigðisyfirvalda og fá getnaðarvarnir, sem eru víða dýrar eða jafnvel ófáanlegar stundum af lagalegum ástæðum. Og jafnvel þó þær séu fáanlegar eru unglingar ólíklegri en fullorðnir til að nota getnaðarvarnir. Enn má nefna að stúlkur geta stundum ekki hafnað óumbeðnu eða þvinguðu kynlífi sem oft fer fram án varna.

Eitthvað er þó gert

Teenage preg 2 UN Photo Mark Garten Mumbai GirlÍ nágrannaríki Guatemala, Hondúras, hefur verið fitjað upp á frumkvæði. Þar stunda ungmenni jafningjafræðslu um kynferðismál og frjósemi í skólum um allt landið. Skólabörnin geta spurt án þess að nöfn þeirra komi fram, með því að skrifa á litla miða og setja í box. Síðan er spurningunni svarað og svar birt á áberandi stað. Þetta frumkvæði nýtur stuðnings UNFPA.