António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það sé engin önnur raunhæf lausn í boði en skipting Palestínu í tvö ríki.
Hann hvetur Palestínumenn og Ísraela og stuðningsríki þeirra til að vinna í sameiningu að því að endurvekja tiltrú á fiðarferli í Miðausturlöndum.
Lausn deilna Ísraela og Palestínumanna er eitt torleystasta viðfangsefni alþjóðasamfélagsins að mati Guterres. Þetta kemur fram í ávarpi hans á Alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni.
Háttsettir embættismenn Sameinuðu þjóðanna, stjórnarerindrekar og fulltrúar alþjóðasamfélagsins komu saman í New York til að minnast samstöðudagsins sem er 29.nóvember.
Ályktanir SÞ
„Réttlát og varanleg lausn mun einungis nást með uppbyggilegum viðræðum milli deilenda og í góðri trú. Þörf er á stuðningi alþjóðasamfélagsins við lausn sem verður að vera í samræmi við löngu samþykktar ályktanir Sameinuðu þjóðanna og viðmið,“ sagði António Guterres í ávarpi í tilefni af Alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni.
„Það er fyrst og fremst þörf á pólitískri forystu og vilja. Einnig ber að styðja við bakið á viðleitni borgaralegs samfélags til að byggja brýr á milli Ísraela og Paletínumanna.“
Mamút abbas forseti Palestínumanna minnti á að þótt Palestínumenn hefðu lifað sjö áratugi harmleikja og hamfara væri þeir enn staðfastir.
„Þrátt fyrir að hafa mátt þola vonbrigði og afturkippi um áratugaskeið, styðjum við enn milliríkjalausn þar sem virðing ríkir fyrir alþjóðalögum,“ sagði hann í ávarpi sem lesið var af fulltrú Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum Riyad Mansour.