Alþjóðlegur dagur tunglsins verður haldinn í fyrsta skipti á vegum Sameinuðu þjóðanna 20.júlí 2022.
Dagsetningin er vitaskuld engin tilviljun. Þennan dag árið 1969 varð Neil Armstrong fyrsti maður til að stíga fæti á tunglið og ferðafélagi hans Edwin “Buzz” Aldrin fylgdi í kjölfarið.
Orð Armstrongs, “Eitt lítið skref fyrir mann, risastökk fyrir mannkyn,” sem hann lét falla í beinni útsendingu frá tunglingu urðu fleyg.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að halda Alþjóðlegan dag tungslins í desember.
12 stigið fæti á tunglið
Armstrong og Aldrin lentu á tunglinu í ferð Apollo 11.. Það var átta árum eftir að John F.Kennedy Bandaríkjaforseti kynnti áætlun um senda mend til tunglsins í ávarpi til beggja deilda Bandaríkjaþings 1961. Tunglferðir stóðu hins vegar ekki yfir nema í örfá ár. Ferð Apollo 17.var hin síðasta og höfðu þá 12 manns – allt karlmenn- stigið fæti á tunglið. 4 þeirra enn á lífi. Tuttugu og fjórir tóku þátt í tunglferðunum. Sumir urðu að láta sér nægja að hringsóla í geimfarinuí kringum tunglið á meðan félagar þeirra lentu. Þrír fóru í tvær tunglferðir.
Gagarín minnst
Í ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna er þess sérstaklega minnst að á síðasta ári var haldið upp á sextugsafmæli fyrstu geimferðarinnar. Sovétmaðurinn Júrí Gagarín varð fyrstur manna til að halda út í geim 12.apríl 1961.
Mikið kapphlaup var á milli hinna svokölluðu risavelda Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og má segja að það hafi náð hámarki með tunglgöngu Armstrongs og Aldrins.
En áður en fyrsti maður ferðaðist út í geim höfðu dýr á borð við mýs, flugur og apar verið send út í geiminn. Frægast þeirra var flækingshundurinn Laika sem varð fyrsta spendýr til að fara hring í kringum jörðina um borð í sovésku geimfari. Lést Laika að öllum líkindum á fjórða hring.
Sovétmenn höfðu forystu í geimkapphlaupinu allt þar til önnur fleyg orð heyrðust frá geimfaranum Armstrong: “Örninn er lentur” –til marks um að þeir Aldrin hefðu lent heilu og höldnu á tunglinu.
Síðustu áratug hafa Bandaríkjamenn, Sovétmenn, Evrópumenn og fleiri haft nána samvinnu um rekstur Alþjóðlegrar geimstöðvar. Þar er haldið áfram geimrannsóknum sem og frá jörðu niðri.
Geimferðir hafa legið niðri í hálfa öld en Bandaríska geimferðastofnunin hyggst senda men á suðurpól tunglsins eftir tvö ár.
SÞ og geimurinn
Árið 1967, gekk samningur um könnun geimsinsí gildi en honum er stundum líkt við „Magna Carta” geimsins. Í dag hefur Geimskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (United Nations Office for Outer Space Affairs (UNOOSA) ) það hlutverk að efla alþjóðlega samvinnu um friðsamlega nýtingu geimsins. Sjá nánar hér.