Túnfiskur er á meðal vinsælustu matvæla í heimi. Ofveiði og slæm stjórnun á veiðum hefur hins vegar leitt til þess að hætta er á að túnfiskur verði í útrýmingarhættu. 2.maí er Alþjóðlegur dagur túnfisksins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Aðgerða er þörf í hafinu til þess að vernda lífverur sem eru í hættu til þess að viðhalda jafnvægi í vistkerfinu. Markmiðið er beina athyglinni að hruni túnfiskstofna og brýnnar þarfar á að vernda og endurreisa þá.
Þótt loftslagsbreytingar séu í deiglunni, þá má ekki gleyma þeim mikla vanda sem minnkandi fjölbreytni lífríkisins er. Margar tegundir eru í útrýmingarhættu vegna ágangs mannsins. Nauðsynlegt er að vernda margar tegundir til að viðhalda jafnvægi vistkerfisins.
Stjórnendur um allan heim leita nú leiða til að hrinda í framkvæmd nýrri stefnumótun í þágu Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Mikilvægt er að athyglinni verði beint í auknum mæli að því að vinna bug á óstjórn þegar fiskveiðar eru annars vegar.
Mikilvægi túnfisks

Túnfiskur er gæða fæða sem hefur mikið næringargildi. Mörg samfélög treysta á túnfisk til að tryggja fæðuöryggi, afla næringar, viðhalda havexti, skapa atvinnu og afla ríkiskassanum tekna, og er þá fátt eitt talið. Túnfiskur er ein vinsælasta fæða veraldar, en tegundin er í hættu vegna ofveiði.
Þótt tugir þúsunda fisktegunda séu til í heiminum, eru sumar vinsælli en aðrar. Túnfiskur í niðursöludósum og túnfiskur í sashimi og sushi, er vinsæll um allan heim. Ársneysla túnfisks og skyldra tegunda er 7 milljónir tonna. Um 20% alls fiskafla í heiminum er sóttur til flökku-túnfiskstofna. Þá er túnfiskur meir en 8% af allri veltu sjávarfangs í heiminum.

Að mati FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, hefur skráður túnfisksafli heldur dregist saman undanfarin ár. Hins vegar er talið víst að ólöglegar fiskveiðar fari vaxand víða í heiminum.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað árið 2016 að 2.maí skyldi vera Alþjóða túnfiskdagurinn.