16.desember 2016. Flutningar fólks á milli heimshluta og landa eru nánast jafngamlir mannkyninu og verið til marks um hugrekki einstaklinga og getu mannsins til að yfirvinna erfiðleika og leita sér betra lífs.
Alþjóðlegur dagur farandfólks er 18.desember.
Í dag á tímum hnattvæðingar og í krafti bættra samgangna og boðskipta hefur sá fjöldi fólks sem getur og vill skipta um set stóraukist.
Þessir tímar hafa skapað nýjar áskoranir og ný tækifæri fyrir samfélög um allan heim. Þá verða tengslin á milli fólksflutninga og þróunar orðið æ skýrari. Þá hafa sprottið upp hugmyndir um að nýta sér þetta til að fitja upp á samstarfi um þróun eða sam-þróun (co-development) en svo er átak nefnt þar sem leitast er við að bæta félagslegar og efnahagslegar aðstæður jafnt í uppruna- sem viðtökuríki farandfólks.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti 19.september síðastliðin ályktanir á fyrsta leiðtogafundi um málefni flóttamanna og farandfólks, þar sem aðildarríki samtkanna skuldbinda sig að auka vernd þessara hópa.
Þessi ályktun og þessar skuldbindingar ganga undir nafninu New York yfirlýsingin um flóttamenn og farandfólk, en þar er mikilvægi alþjóðlegrar verndar ítrekuð og stefnt að nýjum ferlum til að stýra fólksflutningum og vernda fólkið.
„Þetta hefur verið enn eitt óróa-ár hjá flótta- og farandfólki,” segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á alþjóðlegum degi farandfólks.
„Við höfum horft upp á skelfilegar afleiðingar vopnaðra átaka á óbreytta borgara sem hafa leitt til dauða, eyðileggingar og vergangs. Við höfum orðið vitni að skelfilegu mannfalli þúsunda á Miðjarðarhafinu og víðar.”
„En samt er sólargeisli í myrkrinu því fjöldi borgara og samfélaga hafa tekið nauðstöddum opnum örmum.”
IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin hvetur fólk til að styðja TOGETHER, herferðina sem miðar að því að draga úr neikvæðum viðhorfum til farandfólks og flóttamanna. Þá vinnur IOM að því að afla málstaðnum skilnings með átakinu “I am a migrant” sem er vettvangur til að safna og dreifa reynslusögum farandfólks.
Nánar myndbandinu hér til hliðar.
Mynd: Rick Bajornas/UN