Barnavinna. Nærri tíunda hvert barn í heiminum er látið stunda vinnu. Alþjóðlegur dagur gegn barnavinnu er haldinn 12.júní til þess að vekja athygli á vinnu barna. Að þessu sinni er kastljósinu beint að tengslum félagslegs réttlætis og barnavinnu.
Frá aldamótum, eða árið 2000, hafa framfarir í baráttu gegn barnavinnu verið stöðugar. Hins vegar hefur sigið á ógæfuhliðina undanfarin ár vegna átaka, kreppu og COVID-19 heimsfaraldurisins. Fjölskyldur hafa fest í fátækragildru með þeim afleiðingum að milljónir barna hafa verið send á vinnumarkaðinn.
Hagvöxtur hefur ýmist ekki verið nægur eða ekki náð til allra. Af þeim sökum hafa margar fjölskyldur ekki sé annað úrræði en láta börnin vinna.
Talið er að 160 milljónir barna stundi vinnu. Það er næstum tíunda hvert barn í heiminum.
Flest í Afríku
Hæsta hlutfallið er í Afríku eða einn fimmti. Þar eru líka flest börn í vinnu eða 72 milljónir. Næst á eftir koma Asíu og Kyrrahafssvæðið, en þar stunda 7% barna eða 62 milljónir vinnu.
Nærri níu af hverjum tíu vinnandi börnum eru í Afríku og Asíu og Kyrrahafssvæðinu.
Önnur búa ýmist í Ameríkunum tveimur (11.milljónir) og Evrópu og Mið-Asíu (6 milljónir) og Arabaríkjunum (1 milljón).
Þótt hlutfallið sé hæst í lágtekjuríkjum eru börnin flest í miðtekjuríkjum.
Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) efndi til Alþjóðlegs dags gegn barnavinnu 2002 til að minna á hlutskipti barna á vinnumarkaði.