Borgarastríðið í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í tíu ár. Milljónir barna hafa aldrei þekkt frið og stöðugleika. COVID-19 hefur svo bæst ofan á stríðsástandið.
Innviðir hafa verið eyðilagðir, efnahagurinn hrunið, hungur er viðvarandi og heilbrigðiskerfið er í lamasessi.
Hér eru tíu staðreyndir og tölur til að hafa í huga á 10 ára afmæli ófriðarins.
Tíu tölur
- Hundruð hjálparstarfsmanna hafa látið lífið eftir að hafa orðið fyrir barðinu á mannránum, skot- og sprengjuárásum. 264 hjálparstarsfmenn hafa verið drepnir í starfi sínu við að hjálpa íbúunum.
- Milljónir manna hafa orðið að flýja heimili sín og heimahéruð. Allt að 13 milljónir Sýrlendinga hafa flosnað upp og flúið til nágrannalanda, aðallega Tyrklands, Líbanons, og Jórdaníu.
- Enn fleiri reiða sig á aðstoð til að fullnægja frumþörfum sínum. Meir en 13 milljónir þurfa á neyðarástand að halda til að lifa af.
- Neyðarástandið hefur lagst þungt á börn á þessum slóðu. Margar ungar stúlkur hafa verið þvingaðar í hjónaband. Meir en 2.5 milljónir barna sækja ekki skóla í Sýrlandi.
- Sum börn hafa getað gengið í skóla en orðið fyrir barðinu á ofbeli. Þessi unga stúlka heitir Fatima. Hun missti fótleik í sprengjuárás og gengur til skóla á hækjum.
- Í mörgum fjölskyldum verða börn að vinna fyrir sér til þess að styðja fjölskyldur sínar. Sum vinna allt að 12 tíma á dag til að færa heimilinu matvæli.
- Margt eldra fólk horfir ekki fram á friðsælt ævikvöld. Umm Naser 74 ára (að neðan) hefur engan annan kost en að hírast ein í ísköldu og forugu tjaldi.
- Þess eru mörg dæmi að fólk hafi tekið munaðarleysingja í fóstur. Mohamad Hamad flosnaði upp frá heimili sínu, en elur önn fyrir 12 munaðarleysingjum. Hann elur líka önn fyrir sinni eigin fjölskyldu með aðstoð mannúðarsamtaka.
- Matvælaframleiðsla hefur víða lagst af vegna eyðileggingar styrjaldarinnar. Eina bakarí í Maadan í Raqq var endurreist með aðstoð Sameinuðu þjóðanna og bakar hvorki meire né minna en 2.9 tonn af brauði á dag.
- Þrautir margra eru linaðar þökk sé starfi mannúðarsamtaka sem ná til 7.6 milljóna í hverju mánuði.