Tími til kominn að setja geðheilsu í forgang á vinnustöðum

Kastljósinu er beint að vinnu og geðheilsu.
Kastljósinu er beint að vinnu og geðheilsu. Mynd Magnus Fröderberg/norden.org

Geðheilbrigði. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn.

Nærri áttundi hver maður í heiminum glímir við einhvers konar geðraskanir. Sjálfsvíg eru orðin ein helsta dánarorsök hjá ungu fólki og milljónir þjást í hljóði. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10.október.

Í ár er kastljósinu beint að því að setja geðheilsu í forgang á vinnustöðum. Sextíu af hundraði fólks 15 ára og eldra er í vinnu og ver meirihluta tíma síns á vinnustað. Og vinnan er ekki aðeins staður þar sem við öflum okkur lífsviðurværis. Þrúgandi og stjórnlaust vinnuumhverfi getur tekið verulegan toll af geðheilbrigði starfsmanna.

Almenn fjarvinna er áskorun

Kastljósinu er beint að vinnu og geðheilsu.
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Renata Cilusani textílstarfsmaður frá Póllandi í vnnu sinni hjá Textilia í Skovlunde í Danmörku. Mynd: Martin Thaulow / norden.org

 

Frá því COVID-19 heimsfaraldurinn reið yfir og fjarvinna varð almenn, hafa mörkin á milli vinnu og heimilis orðið sífellt óskýrari. Þetta hefur hins vegar aukið enn á þær áskoranir sem við er að glíma við að vernda geðheilbrigði vinnandi fólks.

Atvinna skiptir máli fyrir vellíðan fólks, en vellíðan er einnig þýðingarmikil fyrir vinnuna. Þegar vinnuveitendur takast á við það sem stofnar geðheilbrigði starfsmanna í hættu, bæta þeir starfsandann og veikindadögum fækkar. Virkni starfsfólk og framleiðni eykst og þar með batnar hagur fyrirtækja.

Skrifstofustarfsmaður á Grænlandi.
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Skrifstofustarfsmaður á Grænlandi. Mynd :Mads Schmidt Rasmussen / norden.org

Ekkert heilbrigði án geðheilbrigðis

„Öllum, hvort heldur sem er á vinnustöðum eða annars staðar, ber að hafa þekkingu á og úrræði til að setja geðheilbrigði í forgang,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum. „Þá er aðgangur að góðu geðheilbrigðiskerfi nauðsynlegur án hvers kyns smánunar og hindrana. Við skulum vera þess minnug að það er ekkert heilbrigði án geðheilbrigðis.“