Fjölmörg ríki standa nú frammi fyrir tíðum hamfaraflóðum, geigvænlegum gróðureldum og hækkandi yfirborði sjávar. Auk manntjóns hefur fólk nú þegar missst lífsviðurværi sitt af völdum loftslagsbreytinga.
Raddir þeirra þeirra sem standa andspænis afleiðingum loftslagsbreytinga hafa fengið að heyrast á COP26, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Í gær, mánudag var kastljósinu beint að aðlögun og eyðileggingu af völdum loftslagsbreytinga.
Segja má að einhugur ríki á meðal þróunarríki um þá kröfu að þróuð ríki standi við fyrirheit um fjárveitingar til þeirra sem minna mega sín í heiminum og verða harðast fyrir barðinu á loftslagsbreytingum.
Samkvæmt úttekt sem birt var í Glasgow má búast við þvi að fimmtungur þjóðarframleiðslu fátækustu ríkjanna fari að meðaltali í súginn fyrir 2050 ef hiti á jörðinni hækkar um 2.9 gráður á Celsius fyrir aldarlok. Og um 64% fyrir árið 2100.
Tilkynnt hefur verið um auknar fjárveitingar til málaflokka á borð við verndun og endurheimt skóga.Hins vegar hefur verið bent á að enn skorti mikið upp á að þróunarríki fái næga aðstoð við aðlögun að loftslagsbreytingum. Leiðtogar lítilla þróunar-eyríkja segja að ekki sé nóg að gert.
“Við fögnum þeim nýju skuldbindingum sem tilkynnt var um í síðustu viku,“ sagði Frank Bainimarama forsætisráðherra Fiji. „Hins vegar er þetta langt frá því að vera nóg.“