![]() |
Taha sagði að ríkisstjórn Súdans hefði verið öll af vilja gerð að starfa með nefndinni og samþykkt skipan hennar. Hins vegar hefði verið ljóst frá byrjun að skipan nefndarmanna benti til utanaðkomandi þrýstings. Súdan hefði gefið út vegabréfsáritanir til allra nefndarmanna nema eins, sem væri þekktur fyrir hlutdrægni. Sendisveitin hefði hins vegar neitað allri málamiðlun. Nefndin hefði því aldrei farið til Darfur. “Hvernig getur Mannréttindaráðið tekið til greina skýrslu sem er ólöglega undirbúin af nefnd sem aldrei heimsótti svæðið sem hún átti að kanna?, “ spurði fulltrúi Súdans.
Sjá nánar: http://www.unhchr.ch/huricane/huricane.nsf/view01/19E401A3E8A07029C125729D005F82A3?opendocument