Fjarri fyrirsögnunum : Hvað er að baki kreppunni í Súdan?

Súdan flóttamenn
Hundruð nýkominna flóttamanna frá Súdan bíða úthlutunar aðstoðar frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Tsjad. Mynd: © UNHCR/Colin Delfosse

Súdan. Baksvið. Súdan glímir nú við gríðarlegar hamfarir af mannavöldum. Átök brutust út 15.apríl 2023 á milli stjórnarhersins og vígasveita. Milljónir manna hafa orðið fyrir barðinu á afleiðingum átakanna. Súdan hefur horfið úr fyrirsögnum fjölmiðla, en vandinn hefur ekki horfið. 

Skilti þar sem stendur Heimsvandamál : Fjarri fyrirsögnum

Súdan er ríki í norðaustur Afríku. Það er 1.9 milljón ferkílómetrar að stærð eða álíka stórt og Frakkland, Þýskaland, Spánn, Svíþjóð og Ísland samanlagt. Það liggur að Mið-Afríkuríkinu í suðvestri, Tsjad í vestri, Egyptalandi í norðri, Erítreu í norðaustri, Eþíópíu í suðaustri, Líbýu í norðaustri, Suður-Súdan í suðri að ógleymdu Rauða hafinu.

Um hvað snýst vandinn?

Baksvið þeirrar kreppu, sem Súdan glímir við, er margslungið. Hún snýst um vopnuð átök, uppflosnun fólks, heilbirgðisvá, fæðuóöryggi og menntunarkreppu. 25 milljónir manna, þar af 14 milljónir barna, þurfa á mannúðaraðstoð að halda.

Uppflosnað fólk nýtur aðstoðar WFP í Wad Medani í Gezira fylki í Súdan.
Uppflosnað fólk nýtur aðstoðar WFP í Wad Medani í Gezira fylki í Súdan. Mynd: © OCHA/Ala Kheir.

Bakgrunnur átaka

Átökin má rekja til langvarandi pólitískrar og félagslegrar spennu. Valdabarátta á milli stjórnarhers Súdans og vígasveita á vegum yfirvalda, leiddi til allsherjarátaka í apríl 2023. Stjórnvöld hafa beitt þessum vígasveitum (Janjaweed) fyrir sig í átökum í Darfur, þar sem þær hafa verið sakaðar um glæpi gegn mannkyninu. Átökin hafa verið olía á elda spennu á milli einstakra þjóðarbrota og héraða innan landsins.

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna
Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna að störfum í Súdan.

Áhrif á íbúana og umhverfið

Rúmlega 12 þúsund konur, karlar og börn hafa verið drepin í átökunum. 14 af þeim 25 milljónum, sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda, eru börn. Nærri 5 miljónir Súdana eru einu skrefi frá hungursneyð. Um 5 milljónir barna, ófrískra kvenna eða með barn á brjósti, þjást af alvarlegri vannæringu.

7.4 milljónir manna hafa flúið heimili sín og eru á vergangi innanlands eða hafa flúið til nágrannaríkja, sem er það mesta sem um getur í heiminum. Þessi mikli fjöldi uppflosnað fólks, auk hruns heilbrigðiskerfisins, hefur valdið útbreiðslu farsótta, þar á meðal kóleru, mislinga, og beinbrunasótt (dengue). Átökin hafa haft alvarlegar afleiðingar á matvælaframleiðslu og valdið alvarlegu fæðuóöryggi sem snertir milljónir manna.  Ekki má heldur gleyma því að menntakerfið hefur nánst hrunið. 19 milljónir barna njóta ekki kennslu.

Súdan
Birgðageymsla WFP í Port Sudan. Mynd: WFP/Mohamed Elamin

Viðbrögð Sameinuðu þjóðanna   

Sameinuðu þjóðirnar hafa brugðist við hinu alvarlega ástandi og hefur Sameiningarskrifstofa mannnúðarmála (OCHA) stillt saman strengi hjálparsamtaka.

 Stofnanir SÞ á staðnum og hlutverk þeirra

 Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur unnið að þvi að berjast gegn útbreiðslu smitsjúkdóma, en Matvælaáætlunin (WFP) hefur komið matvælum til 5.3 milljóna hungraðra. UNICEF hefur brugðist við kreppu menntakerfisins, og stutt við bakið á börnum, sem njóta ekki kennslu.

Skóli sem hýsti flóttafólk innanlands var brenndur til grunna í Vestur-Darfur
Skóli sem hýsti flóttafólk innanlands var brenndur til grunna í Vestur-Darfur. Mynd: Mohamed Khalil/UN

Heimsmarkmið sem tengjast vandanum

Kreppan í Súdan snertir mörg heimsmarkmiðanna, ekki síst hvað varðar hungur (markmið 2: Ekkert hungur ) vegna útbreidds fæðuóöryggis, heilbrigðismál (markmið 3), að ógleymdu markmiðum um menntun (númer 4).

Súdan
Súdanskir flóttamenn leita skjóls í skugga trjár í nágrannaríkinu Tsjad. Mynd: UNHCR.

Hvað getur þú gert?

Einstaklingar um allan heim getra hjálpað íbúum Súdan með því að styðja mannúðarsamtök, sem eru þar að störfum. En einnig með því að vekja fólk til vitundar um þjáningar íbúa Súdans. Hægt er að leggja af mörkum til starfs Sameinuðu þjóðanna í Súdan hér.

Sjá yfirlit yfir starf og yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna í og um Súdan, hér. 

(Færslan hefur verið uppfærð)