3.júní 2016. Blómleg en ólögleg viðskipti með afurðir af friðuðum dýrum, grafa undan fjölbreytni lífríkis jarðar og geta stuðlað að útdauða heilla dýrategunda.
Dráp og smygl valda efnahagslífi og vistkerfi alvarlegum skaða; eru vatn á myllu skipulagðrar glæpastarfsemi og ýta undir spilling og óöryggi um allan heim.
Umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna 5.júní er að þessu sinni helgaður átakinu #WildforLife sem miðar að því að fylkja liði milljóna manna til höfðus ólöglegum viðskiptum með afurðir slíkra dýra.
Glæpastarfsemi af þessu tagi kemur mest niður á filum, nashyrningum, tígrisdýrum, górillum og sjávar-skjaldbökum.
Árið 2011 dó út undirtegund Java-nashyrninga í Víetnam og síðustu vesturlensku svörtu nashyrningarnir hurfu endanlea í Kamerún sama ár. Górillur, simpansar og órangútar hafa horfið í Gambíu, Burkina Faso, Benín og Tógó og fleiri lönd kunna að fylgja.
Á vefsíðu átaksins #WildforLife getur hver og einn lagt þessu málefni lið, valið sér dýr, og heitið því að styðja viðtleitni þeirra sem standa að átakinu.