Hægt er að vinna á ýmsan hátt í þágu SÞ. Ýmislegt er í boði eftir því hvaða menntun og starfsreynslu hver og einn býr yfir. Sameinuðu þjóðirnar, stofnanir, áætlanir og tengdir aðilar vinna á fjölmörgum sviðum og þurfa því á fólki að halda með margs konar reynslu og menntun.