Gasasvæðið. Mannúðaraðstoð. Að minnsta kosti 24 létu lífið þegar skólastofa sem hýsti fjölskyldur á flótta varð fyrir sprengju í árás á skóla á vegum UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Alls höfðu sjö þúsund manns leitað skjóls í al-Fakhoura skólanum í norðurhluta Gasa undan árásum Ísraelshers.
Þetta var önnur árásin á skóla UNRWA á einum sólarhing þessa helgi.
Skóli í Al-Falah/Zeitoun í Gasaborg varð fyrir árás á föstudag og létust tugir manna. Allt að fjögur þúsund manns höfðu leitað skjóls þar. Sjúkrabílar komust ekki til skólans til að veita aðstoð.
884 þúsund hafa leitað skjóls
Ekki færri en 176 hafa verið drepnir í skýlum UNRWA frá því átökin hófust á Gasa og um 800 særst. Tæplega 884 þúsund manns, sem flúið hafa bardaga, hafa fengið húsaskjól í 154 byggingum UNRWA.
„Þetta er enn ein sönnun þess að enginn, er öruggur, neins staðar á Gasa,“ sagði Philippe Lazzarini forstjóri UNRWA. „Enn einu sinni hafa skýlin, griðastaður og verndarsvæði óbreyttra borgara, orðið fyrir árás. Fjöldi fólks hefur látist, þar á meðal börn.“
104 starfsmenn Palestínu-flóttamannahjálparinanr hafa verið drepnir.
Takmarkað eldsneyti
Á laugardag leyfði ísraelsk stjórnvöld flutning 120 þúsund lítra af eldsneyti til notkunar í tvo daga. UNRWA telur þetta duga fyrir helming daglegra þarfa. Jafn mikið magn verður afhent á tveggja daga fresti.
Án nægjanlegs eldsneytis munu:
- íbúarnir aðeins fá tvo þriðju daglegrar þarfar fyrir drykkjarvatn.
- stórir hluta Gasa áfram verða flæðandi skólpi að bráð með hættu á útbreiðslu smitsjúkdóma.
- mun aðeins 70% af skólpi verða fjarlægt, sem eykur á heilsuvá.
- Mun NRWA aðeins geta dreift skertum hluta mannnúðaraðstoðar til þurfandi fólks á Gasa.
„Mannúðarsamtök ættu ekki að vera sett í þá stöðu að þurfa að velja á mlli lífsnauðsynlegra aðgerða,“ sagði Lazzarini. „Búast má við að spenna á milli ólíkra hópa í samfélaginu eigi eftir að aukast. Slíkt mun enn torvelda starf UNRWA og annarra hjálparsamtaka á þessu svæði þar sem fordæmalaus neyð ríkir.“
Alls hafa 1.7 milljón manna flosnað upp frá heimilum sínum á Gasa frá því átök brutust út í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas á Ísrael 7.október.