Upplýsingaóreiða. Samfélagsmiðlar. Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar skiptust á skoðunum um nýjar reglur ESB um samfélagsmiðla á málþingi í Brussel í þessari viku. Reglunum er ætlað að skapa öruggara og opnara stafrænt umhverfi innan og utan Evrópusambandsins.
Þátttakendur í pallborði og áheyrendur fóru í saumana á því hvaða áhrif svokallaða Stafræna þjónustu gerðin (Digital Services Act) ESB hefði utan lögsögu þess. Melissa Fleming framkvæmdastjóri alheims-samskipta hjá Sameinuðu þjóðunum stýrði umræðum.

„Við hjá Sameinuðu þjóðunum teljum það mikla hvatningu að Evrópusambandið líti út fyrir landamæri Evrópu í þessu málefni,“ sagði Fleming. „Áhrif aðgerða ESB er farið að gæta jafnvel áður en reglurnar taka gildi. Það má jafnvel búast við að þessi gerð verði í raun og veru skapalón fyrir regluverk í heiminum.“
Samstillt alþjóðleg viðbrögð
Í pallborðsumræðum vísaði Fleming til stefnumótunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna um háttsemi á stafrænum vettvangi, sem kynnt var fyrr í þessum mánuði. Skýrslunni er ætlað að skapa ramma um samstillt alþjóðleg viðbrögð til höfuðs útbreiðslu hatursorðræðu og upplýsingafalsana í hinu stafræna rými með samþykkt stafrænna hátternisreglna.
Hátternisreglur

Skýrslan mun liggja til grundvallar hátternisreglum sem Sameinuðu þjóðirnar eru að þróa í aðdraganda svokallaðs Leiðtogafundar framtíðarinnar á næsta ári.
Eins og hin nýja stafræna gerð ESB, stefna hátternisreglurnar að því að breyta samfélagsmiðlum og ýta þeim frá skaðlegum viðskiptamódelum þar sem mannréttindum, einkalífi og öryggi, er fórnað á altari vinsælda.
Hátternisreglurnar munu byggja á alþjóðlegum rannsóknum. Sameinuðu þjóðirnar hafa í því skyni virkjað fræðasamfélag heimsins til að semja aðferðafræði reglnanna, sem munu einnig ná til notkunar gervigreindar.
„Hátternisreglunar sem verið er að þróa munu taka tillit til aðstæðna í hverju ríki heimsins. Við munum ekki hafa vald til að refsa fyirtækjum, en við teljum að við höfum töluverð siðferðilegt boðvald,“ sagði Fleming.
Vandrataður meðalvegur

Þátttakendur í pallborði voru á einu máli um þörfin á að taka höndum saman um þetta málefni og líta á það frá eins mörgum sjónarhornum og kostur er. Þræða þarf einstigi á milli verndar mannréttindi og þess að vernda fólk fyrir skaðlegum áhrifum upplýsingafalsanna.
„Okkar leið verður að vera í mörgum víddum, byggja á mannréttindum og ná til allra hlutaðeigandi aðila,“ sagði Fleming.
Pallborðsumræðurnar voru hluti af eins dags umræðum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gekkst fyrir. Þátttkendur voru rúmlega 1600 í Brussel og á netinu.
Ítarlegri upplýsingar:
- Aðgerðir Evrópusambandsins á stafrænum vettvangi sjá hér og hér
- Á meðan heimsfaraldurinn stóð sem hæst hrundu Sameinuðu þjóðirnar af stað Verified herferðinni til þess að hjálpa fólki til að varast upplýsingafalsanir um COVID-19. Herferðin mun í vaxandi mæli snúa sér að loftslagsbreytingum.
- Drög að stafrænum hátternisreglum SÞ sjá hér og hér.