Loftslagsmál. 78. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. António Gutteres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði við því á leiðtogafundi um metnað í loftslagsmálum að mannkynið væri nú komið að hliðum helvítis.
„Kastljósi okkar er beint að loftslags-lausnum og verkefnið er brýnt. Mannkynið hefur lokið upp dyrum helvítis. Hroðalegur hiti hefur hroðalegar afleiðingar í för með sér,“ sagði Guterres.
Valið var á mælendaskrá leiðtogafundarins og var mælikvarðinn að viðkomandi hefði eitthvað nýtt fram að færa. 41 ræðumaður var valinn úr hópi rúmlega hundrað umsókna. Rúmlega 30 ríki fengu að taka til máls en athygli vekur að hvorki Kína, Bandaríkin, Bretland, Japan né Indland voru í þeim hópi. Það voru hins vegar Danmörk og Ísland.
Úkraína
Norðurlöndin létu til sín taka í sameiningu á opnum fundi Öryggisráðsins um Úkraínu að viðstöddum forseta landsins Volodymyr Zelenskí. Lars Løkke Rasmussen flutti sameiginlega yfirlýsingu Norðurlanda
„Neitundarvaldið átti aldrei að vera óútfyllt ávísun til að ráðast inn í önnur ríki og hernema land þeirra,“ sagði danski ráðherrann. „Munið að stríðinu lýkur þegar Rússland leggur niður vopn. Ef Úkraína leggur niður vopn, eru það endalok Úkraínu.“
Forseti Finnlands Sauli Niinistö var fyrstur norrænna leiðtoga til að taka til máls í almennum umræðum þjóðarleiðtoga á Allsherjarþinginu.
„Þótt stríðið beinist gegn Úkraínu, snertir það okkur öll,“ sagði Niinistö. „Það hefur alvarlegar afleiðingar um allan heim. Stríðið í Úkraínu má ekki bætast í hóp margra óleystra deilna, sem sjá má um allan heim í dag.“
Danmörk í kosningabaráttu
Danmörk hefur boðið sig fram til setu í Öryggsráðinu með stuðningi Norðurlanda fyrir tímabilið 2025 og 2026. „Danmörk býður sig fram til Öryggisráðsins vegna þess að við öxlum hnattræna ábyrgð,“ segir Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana. „Öryggisráðið er einn þýðingarmesti vettvangur sem litlu ríki eins og Danmörku stendur til boða.“
Friðrik krónprins Danmerkur hefur verið í New York ma.til að vinna að framboði Danmerkur til Öryggisráðsins og meira að segja hlaupið í Central Park tl að vekja athygli á því.
Early morning in Central Park!?
This morning, His Royal Highness The Crown Prince of Denmark and the ?? UN Mission and General Consulate went “Running for the Security Council” in Central Park along with UN ambassadors.
Great start to another day of #UNGA78 ! #DK4UNSC ?? pic.twitter.com/qzU5bTuN5P
— Denmark in UN NY?? (@Denmark_UN) September 20, 2023