Fréttatilkynning frá Sameinuðu þjóðunum:
Fólk um allan heim hvatt til að nota “nýju miðlana” í þágu friðar á Alþjóðlega friðardaginn 21. september.
Fólk um allan heim er hvatt til þess að senda friðarskilaboð á sms-skilaboðum, tölvupósti, myndböndum og ljósmyndumí þágu málstaðar Alþjóðlega friðardagsins 21. september.
Sameinuðu þjóðirnar standa að baki sms-skilaboða/tölvupósts-herferðinni TXT4 PEACE/WRITE 4 PEACE. Skilaboðin eru ætluð leiðtogum ríkja heims sem hittast á leiðtogafundi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 23. september 2008
Sameinuðu þjóðirnar hafa opnað vefsíðuna www.peaceday2008.org, til að taka við tölvupóstum og sms-skilaboðum frá fólki um allan heim. Senda má skilaboð á hvaða tungumáli sem er en nánari leiðbeiningar eru á síðunni.
Almenningur er einnig hvattur til að senda ljósmyndir og myndbönd um frið á almanna-blaðamennskusíðu CNN sjónvarpsstöðvarinnar “iReport.” Árangurinn verður sýndur í “iReport” þættinum á Alþjóðlega friðardaginn 21. september 2008.
“iReport” (www.ireport.com) er gagnvirk síða, svipuð YouTube, en er helguð fréttatengdu efni. Hundruð þúsunda manna skoða síðuna eða senda inn efni sem tekið er á einfaldar myndavélar.
Á Alþjóðlega friðardaginn sækist “iReport” eftir stuttum og einföldum innslögum frá almenningi; annað hvort friðarskilaboð eða umfjöllun um einstaklinga sem starfa í þágu friðar í sínum heimahögum.
Auðvelt er að koma myndefninu á framfæri og nægir að hafa aðgang að tölvu og interneti. Sjá:
http://www.ireport.com/ir-topic-stories.jspa?topicId=87279
og/eða:
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að 21. september ár hvert skyldi helgaður friði “til að minnast og efla friðarboðskap jafnt innan sem á milli ríkja og þjóða.” Þá er dagurinn helgaður vopnahléi og ofbeldisleysi.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun leiða friðarathöfn í New York 19. september. Hann mun hvetja til einnar mínútu þagnar klukkan tólf á staðartíma á hverjum stað 21. september. Skrifstofur Sameinuðu þjóðanna um allan heim munu efna til ýmissa atburða.
Almenningur getur tekið þátt í sms-herferðinni á eftirfarandi internet-síðum:
Facebook (http://www.facebook.com/pages/International-Day-of-Peace/36679489240),
MySpace (http://www.myspace.com/txt4peace),
hi5 ( http://txt4peace. hi5.com/ ) og
Twitter (http://twitter. com/TXT4PEACE)
Nánari upplýsingar: Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi
UNRIC, Rue de la Loi 155, 1040 Brussels
Sími+32 2 788 84 67
Farsími +32 4 97458088
Fax: +32 2 788 8485
Tölvupóstur: snaevarr@unric.org