A-Ö Efnisyfirlit

SÞ biðja um aðstoð handa fátækum ríkjum vegna COVID-19

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fór í dag fram á fjárframlög að upphæð tveimur milljörðum Bandaríkjadala til að standa straum af mannúðaraðstoð við þau ríki sem höllustum fæti standa gagnvart COVID-19 faraldrinum.

Sameinuðu þjóðirnar biðja um mannúðaraðstoð til að verja milljónir manna og koma í veg fyrir að kórónaveiran nái að fara annan hring í kringum hnöttinn.

Kórónaveiran hefur skotið rótum í öllum heimshornum og hefur nú náð til ríkja sem nú þegar eiga undir högg að sækja vegna átaka, náttúruhamfara og loftslagsbreytinga.

Aðgerðaáætluninninni verður hrundið í framkvæmd af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og beinni þátttöku almannasamtaka.

Markmiðin eru:

  • að koma til skila búnaði til að greina veiruna og til að sinna sjúklingum.
  • að koma upp handþvottaaðstöðu í flóttamannabúðum og á almannafæri þar sem þörf krefur.
  • að skipuleggja upplýsingaherferð um hvernig almenningur getur varið sjálfan sig og aðra fyrir veirunni.
  • að koma upp loftbrú og miðstöðvum um alla Afríku, Asíu og Suður-Ameríku ti þess að flytja hjálparstarfsfólk og birgðir þangað sem þeirra er mest þörf.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri sagði á blaðamananfundi í New York:

„COVID-19 er ógn við gjörvalt mannkyn og því verður mannkynið allt að hefja gagnsókn. Við verðum að koma þeim til aðstoðar sem eru sérstaklega berskjaldaðir.”

Mark Lowcock framkvæmdastjóri mannúðaraðstoðar sagði:

„Það væri grimmilegt og óskynsamlegt að snúa baki við hinum fátækustu og berskjölduðustu ríkjunum. Ef kórónaveiran fær að breiðast út óáreitt munu líf milljóna manna vera í hættu, heilu heimshlutarnir kynnu að verða glundroða að bráð og veiran gæti farið annan hring um plánetuna.”

Fréttir

Virkar bólusetning við lungnabólgu gegn kórónaveirunni?

Mikið af upplýsingum um COVID-19 ganga manna á milli á netinu. Sumt er skaðlaust...

COVID-19 er mesta þolraun í sögu Sameinuðu þjóðanna

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti í gær nýja áætlun til að takast á...

Ísland styður vopnahlé um allan heim

Ísland hefur tekið undir yfirlýsingu 53 ríkja sem styðja ákall aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, António...

Svíþjóð: RnB og rapp til höfuðs COVID-19

Sænsk yfirvöld færa sér í nyt vinsældir hip hop og RnB listamanna til að...

Alþjóðlegi kvennadagurinn 2020: við erum #JafnréttisKynslóðin