27.maí 2016. 31 staður á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna kunna að vera í hættu vegna áhrifa loftslagsbreytinga.
Í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Mennta-, menningar-, og vísindasamtakanna UNESCO er varað við því að stöðum á borð við Feneyjar, Stonhenge og Galapagos eyjar kunni að stafa hætta af loftslagsbreytingum.
Á heimsminjaskránni eru jafnt staðir sem taldir eru hafa menningarlegt gildi og náttúruundir. Margir þeirra glíma við hættu af völdum fylgifiska loftslagsbreytinga svo sem hækkaðs hita, bráðnunar jökla, hækkandi yfirborðs sjávar, öfgakennds veðurfars, þurrka og aukinna skógarelda.
„Brýnt er að ríkisstjórnir heims, einkageirinn og ferðamenn leggi lóð sín á vogarskálarnar og reyni að minnka losun koltvýserings og vernda staði sem merkilegir eru menningarlega eða frá nátturunnar hendi frá afleiðingum átroðnings ferðamanna,” segir Elisa Tonda hjá UNEP.
Myndir: (efst) Cape Floral-svæðið er talið í hættu samkvæmt skýrslunni.
Mynd: ©UNESCO/Leila Maziz. (Neðri): Shiroteko þjóðgarðurinn í Japan. Mynd: ©UNESCO/Eiichi Kurasawa