18.janúar 2017. Staðfest hefur verið að 2016 var hlýjasta ár sögunnar, og hlýrra en metárið á undan 2015.
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) hefur komist að því að meðalhiti í heiminum áríð 2016 var 1.1 gráðu á Celsius hærra en á tímanum fyrir iðnbyltingu. Hitinn var 0.83 gráðum yfir langtíma meðaltali WMO yfir árin 1961-1990 og um 0.07 gráðum yfir fyrra hitameti frá árinu 2015.
„2016 var einstaklega hlýtt ár í heiminum og met eru slegin. Engu að síður segir hitastigið ekki alla söguna,“ segir Petteri Taalas, framkvæmdastjóri WMO.
„Langtíma vísbendingar um loftslagsbreytingar af mannavöldum náðu einnig hámarki 2016,“ segir Taalas. „Aldrei hefur mælst meira af koltvýsering og metan en hvort tveggja stuðlar að loftslagsbreytingum.“
„Þá hefur ís aldrei verið minni á norður- og suðurskautinu,“ sagði Taalas. „Bráðnun Grænlandsjökuls hófst snemma á árinu og jókst hratt. Norðurskautsísinn var í sögulegu lágmarki bæði við byrjun árlegrar bráðnunar í mars og þegar hann frýs venjulega aftur í október og nóvember,“ bætti hann við.