SÞ vilja einfaldar tóbaksumbúðir

tobacco

tobacco
1.júní 2016. Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að merkingarsnauðar umbúðir utan um tóbak verði teknar upp.
Tilgangurinn er að reyna að draga úr eftirspurn, en talið er að tóbaksneysla drepi 6 milljónir manna á hverju ári.

,,Tóbak er ein helsta orsök sjúkdóma sem ekki eru smitandi, svo sem krabbameins, hjarta- og lungnasjúkdóma”, segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni af Reyklausa deginum (No Tobacco day) 31.maí, en hann er haldinn árlega til að vekja athygli á því hversu heilsuspillandi tóbaksnotkun er og hvetja til öflugra aðgerða til að draga úr neyslu.

,,Á reyklausa deginum, hvet ég ríkisstjórninr um allan heim til að leggja drög að því að teknar verði upp merkingasnauðar tóbaksumbúðir.”
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur í Rammasamningi um tóbaksstjórnun lagt til einfaldar umbúðir utan um tóbak þar sem einungis eru leyfðar samræmdar og einfaldar merkingar framleiðenda, um tegund og heiti vörunnar.
Mynd: WHO/S. Volkov