Spurningar og svör um Mannréttindaráðið

1.  Hve mörg ríki munu sitja í Mannréttindaráðinu?
 
Nýja ráðið verður skipað 47 ríkjum en til samanburðar voru 53 meðlimir í Mannaréttindanefndinni sem ráðið leysir af hólmi. 
 
2.  Hvernig eru aðildaríki valin?

 
Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru kjörgeng. Kosið er í ráðið þannig að hvert ríki hefur eitt atkvæði út af fyrir sig og þarf hreinan meirihluta (96 atkvæði) til að ná kjöri. Sætum í ráðinu verður dreift eftir landsvæðum (13 frá Afríku, 13 frá Asíu, 6 frá Austur-Evrópu, 7 frá vestrænum ríkjum). Ráðið verður kosið 9. maí 2006. 
 
3.  Að hvaða leyti er kosning til ráðsins ólík kosningu til Mannréttindanefndarinnar?
 
Hreinan meirihluta allra aðildarríkja Allsherjarþingsins þarf til að ná kjöri. Meirihluta atkvæða viðstaddra ríkja í 53 ríkja Efnahags- og félagsmálaráði þurfti til að ná kjöri í Mannréttindanefndina. 
 
4.  Til hvers er ætlast af aðildarríkjum ráðsins?
 
Aðildarríki munu taka til athugunar framlag hvers ríkis sem býður sig fram, til eflingar og verndunar mannréttinda. Þegar ríki nær kosningu, skuldbindur það sig til að starfa með ráðinu og standast mestu kröfur um eflingu og vernd mannréttinda. Ríki í framboði munu einnig leggja fram fyrirheit og skuldbindingar um eflingu og vernd mannréttinda. Slíkar kröfur voru ekki gerðar til setu í Mannréttindanefndinni.   
 
5.  Hvernig mun ráðið tryggja að aðildarríki uppfylli kröfur um mannréttindi?
 
Aðildarríki munu undirgangast skoðun ráðsins á meðan þau sitja í ráðinu. Ráðið mun samþykkja aðferðir og tíðni slíkra almennra skoðana eigi síðar en ári eftir fyrsta fund sinn. 
 
6.   Er hægt að víkja aðildarríki tímabundið úr ráðinu?
 
Allsherjarþingið mun hafa vald til þess að svipta ríki tímabundið rétti og hlunnindum setu í ráðinu, sé ríkið talið hafa framið stöðug, gróf og kerfisbundin mannréttindabrot á setutíma sínum í ráðinu.  Atkvæði tveggja þriðju hluta Allsherjarþingsins þarf til brottvikningar.
 
7.   Hve langt er kjörtímabilið?

 
Aðildarrríki eru kosin til þriggja ára í senn. Ríki getur ekki boðið sig fram að nýju eftir að hafa setið samfleytt í tvö kjörtímabil.
 
8.   Hvar mun Mannréttindaráðið eiga heima innan Sameinuðu þjóða kerfisins?
 
Mannréttindaráðið mun lúta Allsherjarþinginu. Þar með ber það beina ábyrgð gagnvart aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.
 
9.   Hvar og hve oft fundar ráðið?

      
Mannréttindaráðið fundar í Genf eigi sjaldnar en þrisvar á ári þar á meðal á aðalfundi í ekki minna en tíu vikur. Mannréttindaráðið sat einn fund í tíu vikur. Óski þriðjungur aðildarríkja ráðsins eftir því að halda fund af brýnum ástæðum, skal boða til sérstaks fundar. 
 
10.   Munu frjáls félagasamtök og aðrir áheyrnarfulltrúar fá leyfi til að taka þátt í störfum ráðsins eins og raunin var í Mannréttindanefndinni?

 
Áheyrnarfulltrúar, þar á meðal frjáls félagasamtök, milliríkjasamtök, mannréttindastofnanir og sérstakar fagstofnanir munu í fyrstu starfa eftir sama fyrirkomulagi og var í Mannréttindanefndinni.
 
11.   Hvaða áhrif hefur stofnun Mannréttindaráðs á starfsemi Mannréttindanefndarinnar á borð við starf sjálfstæðra sérfræðinga, stofnanir í kringum sáttmála og sérstaka fulltrúa? 
 
Ráðið tekur að fullu og öllu við umboði og skyldum Mannréttindanefndarinnar til að gulltryggja að ekkert falli niður við umskiptin.  Endurskoðun mun fara fram á innan við einu ári frá því ráðið heldur sinn fyrsta fund. Í þessari endurskoðun verður leitast við að gera starfið skilvirkara og öflugra, þar á meðal starfsemi undirnefndar Mannréttindanefndarinnar um eflingu og vernd mannréttinda. 
 
12.  Hver verða tengsl Mannréttindafulltrúans (High Commissioner for Human Rights) og Mannréttindaráðsins? 
 
Nýjar ráðið mun taka að sér hlutverk og skyldur Mannréttindanefndarinnar gagnvart skrifstofu mannréttindafulltrúans.  
 
13.   Hvernig mynduð þið taka saman í stuttu máli hlutverk Mannréttindaráðsins?

 
Ráðið verður helsti vettvangur Sameinuðu þjóðanna til skoðanaskipta og samvinnu um mannréttindi.  Það mun einbeita sér að því að hjálpa aðildarríkjum að uppfylla skuldbindingar þeirra í mannréttindamálum með skoðanaskiptum, þjálfun og tæknilegri aðstoð. Ráðið mun einnig gefa Allsherjarþinginu ráð um frekari þróun alþjóðlegra mannréttindalaga.   .
 
14.   Hver eru næstu skref?
 
Gert er ráð fyrir að fyrstu meðlimir Mannréttindaráðsins verði kosningar 9. maí og að fyrsti fundur ráðsins verði boðaður 19. júní 2006.