28.september 2016. Oddvitar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna hafa í fyrsta skipti ákveðið að taka höndum saman á heimsvísu geng fúkkalyfjaónæmi.
Fúkkalyfjaónæmi (AMR) gerist þegar bakteríur, vírusar, sníkjudýr og sveppir þróa ónæmi gegn lyfjum sem áður unnu á þeim.
Leiðtogarnir samþykktu í síðustu viku á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þverfaglegar samhæfðar aðgerðir til að uppræta fúkkalyfjaónæmi. Aðgerðirnar ná til mannlegrar heilsu, dýralækni og landbúnaðar.
Þetta var einungis í fjórða skipti sem heilbrigðismál eru til umræðu á Allsherjarþinginu, en áður hefur verið rætt um HIV, ebólu og ósmitandi sjúkdóma.
Ríki heims ítrekuðu skuldbindignar sínar til að þróa landsáætlanir um fúkkalyfjaónæmi (Global Action Plan on Antimicrobial Resistance), sem byggir á vegvísi frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).
Neðri mynd: Margaret Chan, forstjóri WHO.