Gasasvæðið. Hungur. Ómar, sjö ára gamall palestínskur drengur, hefur verið fluttur á sjúkrahús á Gasasvæðinu. Hann þjáist af alvarlegum magaverkjum eftir að hafa einungis lagt sér gras til munns svo vikum skipti. Amma hans kom honum á Al Aqsa sjúkrahúsið í Deir Al Balah. Hann hafði orðið viðskila við foreldra sína á norðurhluta Gasa, en komist í hendur ömmu sinnar.
Ómar er eitt af hundruð barna sem eru til meðhöndlunar á sjúkrahúsinu á mið-Gasa vegna vannæringar. „Þessi börn eru hungruð. Þau fengu hvorki mat né þá næringarmeðferð sem þau þurftu. Við þurfum vopnahlé nú þegar,“ sagði Tess Ingram talsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem hitt Ómar í heimsókn á sjúkrahúsið (sjá myndband hér að neðan).
"He spent the last few weeks just eating grass. He's in a terrible amount of pain and he is one of hundreds of children here being treated for malnutrition."
UNICEF Spokesperson Tess Ingram on seven-year-old Omar at a hospital in Deir Al Balah, Gaza Strip. pic.twitter.com/gGkHAuVNWS
— UNICEF (@UNICEF) April 10, 2024
Sameinuðu þjóðunum oftar meinað um aðgang
Matvælaflutningum á vegum Sameinuðu þjóðanna er þrisvar sinnum oftar meinað um aðgang að norðurhluta Gasa en öðrum hjálparsamtökum, að því er Samræmingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir í skýrslu.
Í skýrslu OCHA segir að hindranir og synjanir ísraelskra yfirvalda komi í veg fyrir að lífsnauðsynleg aðstoð komist til skila.
Í marsmánuði var helmingi flutningaferða sem Sameinuðu þjóðirnar samræmdu á þau svæði sem harðast hafa orðið úti ýmis hafnað eða steinar lagðir í götu þeirra.
Ísraelsk yfirvöld hafa ekki gefið neinar viðhlýtandi skýringar á þessu, að sögn Jens Lærke talsmanns OCHA.
Skýrt hefur verið víða frá símtali Joe Bidens Bandaríkjaforseta og Benjamíns Netanyahu forsætisráðherra Ísraels þess efni að opna beri að nýju Erez-landamærastöðina á mærum Ísraels og norðurhluta Gasa, auk Ashdod-hafnar.
Lærke segir hins vegar að OCHA hafi ekki borist neinar vísbendingar um slíka opnun.
Sjá einnig til dæmis hér.