Sjálfsvíg eru umtalsvert lýðheilsuvandamál, enda falla 720 þúsund manns í heiminum árlega fyrir eigin hendi. Þetta er næstum tvisvar sinnum fjöldi Íslendinga. Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er 10.september.
Á heimsvísu eru sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka. Á síðastliðnum áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga á Íslandi verið á bilinu 27-49, eða að meðaltali 39 á ári að sögn embættis Landlæknis.
Sjálfsvíg hefur víðtæk félagsleg,- tilfinningaleg og efnhagsleg áhrif og hefur djúpstæð áhrif á einstaklinga og samfélög um víða veröld.
Sjálfsvíg eiga sér ekki eingöngu stað í tekjuháum ríkjum. Þvert á móti er þetta alþjóðlegt vandamál og þrír fjórðu hlutar sjálfsvíga (73%) voru í lág- og meðaltekjuríkjum árið 2011.
Tengsl sjálfsvíga og geðraskana (einkum þunglyndi og misnotkun áfengis) og fyrri sjálfsvígstilrauna eru löngu kunn í hátekjuríkjum. Mörg sjálfsvíg gerast þegar einstaklingur verður fyrir einhvers konar áfalli og getur ekki tekist á við álag, sem fylgir fjárhagsáhyggjum, endalokum ástarsambands, viðvarandi sársauka eða veikindum.
Að auki ýta reynsla af átökum, ofbeldi, misnotkun eða ástvinamissir og einangrun undir sjálfsvígshugsanir. Sjálfsvíg eru tíð í hópum sem standa höllum fæti og sæta mismunun. Sem dæmi má nefna flóttamenn og farandfólk, fumbyggja, lesbíur, homma, tvíkynhneigða, millikynjafólk (LGBTI) og fanga.
Að hefja samtal
Sjálfsvíg er alvarlegt lýðheilsuvandamál og krefjast öflugra andsvara. Þema Alþjóðlegs forvarnadags sjálfsvíga 2024-2026 snýst um að breyta frásögninni um sjálfsvíg og hvetja til þess að hefja samtal. Smán er oft og tíðum fylgifiskur geðrænna kvilla og sjálfsvíga. Þetta veldur því að margir þeirra sem ala með sér sjálfsvígshugsanir, leita ekki hjálpar og fá þar af leiðandi ekki nauðsynlega aðstoð. Fá ríki telja sjálfsvígsvarnir á meðal forgangsatriða í heilbrigðismálum og aðeins 38 ríki hafa tekið saman áætlanir til að stemma stigu við sjálfsvígum.
Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga var haldinn í fyrsta skipti 10.september 2003. Alþjóðasamtök sjálfsvígsvarna (International Association for Suicide Prevention, IASP) höfðu frumkvæði að því í samvinnu við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina (WHO).
Árið 2021 gaf WHO út leiðarvísi um sjálfsvígsvarnir fyrir aðildarríki sín
Vissir þú?
-Að sjálfsvíg er þriðja algengasta dánarorsök 15-29 ára.
– 73% sjálfsvíga í heiminum erí lág- og milltekjuríkjum.
– Ástæður sjálfsvíga eru margslungnar og eru af félagslegum, mennignarlegum, lífræðilegum, sálfræðilegum og umhverfislegum rótum.
– Fyrir hvern þann sem fremur sjálfsvíg eru margfalt fleiri sem gera tilraun til þess. Fyrri sjálfsvígstilraun er mikilvægur áhættuþáttur.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Minnt skal á hjálparsíma Rauða krossins1717 og netspjall 1717.is