?? 75 ára afmæli– 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (20) ??
Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar bjuggu 750 milljónir manna eða nærri þriðjungur jarðarbúa á landsvæðum sem ekki nutu eigin stjórnar. Þau voru yfirleittupp á náð nýlenduvelda komin.
Sameinuðu þjóðirnar léku lykilhlutverk í því að 80 ríki hlutu sjálfstæði og nutu sjálfsákvörðunarréttar.
Gæsluverndarsvæði
Þar á meðal voru 11 gæsluverndarsvæði. Samkvæmt hinu upprunalega alþjóðlega gæsluverndarkerfi var fylgst með stöðu 11 landsvæða. Sum þeirra höfðu verið á umboðssvæði Þjóðabandalagsins, verið aðskilin frá ,,óvinaríkjum“ vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Önnur gengust af frjálsum vilja undir kerfið
Nú eru 17 svæði í heiminum talin til landsvæða sem ekki njóta eigin stjórnar. Þar búa innan við 2 milljónir manna.
Sjá nánar: https://www.un.org/dppa/decolonization/en/about
MótumFramtíðOkkar #UN75