A-Ö Efnisyfirlit

Sjálfboðaliðar SÞ

Sjálfboðaliðasveit Sameinuðu þjóðanna (UNV) var stofnuð árið 1970 til að styðja við bakið á þróunarverkefnum um allan heim. Í dag eru hverju sinni 4 þúsund karlar og konur af 140 þjóðernum við sjálfboðaliðastörf á vegum Sameinuðu þjóðanna í þróunarríkjum. Alls eru sjálfboðaliðarnir í 110 ólíkum starfsgreinum.

Í Sjálfboðaliðasveitinni er umsækjendum skipt í ólíka hópa á grundvelli menntunar og starfsreynslu. Almennt er ætlast til þess að sjálfboðaliðar hafi tiltekna starfsreynslu, séu minnst 25 ára og hafi einhverja háskólamenntun. Sjá nánar um sjálfboðaliðastörf hjá Sameinuðu þjóðunum hér.

Störf og þjálfun