Sjálfboðaliðasveit Sameinuðu þjóðanna (UNV) var stofnuð árið 1970 til að styðja við bakið á þróunarverkefnum um allan heim. Í dag eru hverju sinni 4 þúsund karlar og konur af 140 þjóðernum við sjálfboðaliðastörf á vegum Sameinuðu þjóðanna í þróunarríkjum. Alls eru sjálfboðaliðarnir í 110 ólíkum starfsgreinum.
Í Sjálfboðaliðasveitinni er umsækjendum skipt í ólíka hópa á grundvelli menntunar og starfsreynslu. Almennt er ætlast til þess að sjálfboðaliðar hafi tiltekna starfsreynslu, séu minnst 25 ára og hafi einhverja háskólamenntun. Sjá nánar um sjálfboðaliðastörf hjá Sameinuðu þjóðunum hér.