Leiðtogafundur um framtíðina
Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt Sáttmála framtíðarinnar á Leiðtogafundi um framtíðina sem stendur yfir í New York. Sáttmálanum er ætlað að aðlaga alþjóðlega samvinnu að kröfum samtímans.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn síðdegis í dag. Jafnframt hitti hann António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í tengslum við Leiðtogafundinn í dag. Í tilkynningu frá talsmanni Guterres segir að á fundinum hafi þeir rætt um Leiðtogafundinn um framtíðarinnar, þar á meðal Sáttmála framtíðarinnar og hlutverk Íslands við að styðja fjölþjóðleg samskipti. Þeir hafi einnig rætt stríðið í Úkraínu og ástandið í Mið-Austurlöndum.
Sáttmáli framtíðarinnar
Í sáttmálanum, sem samþykktur var á leiðtogafundinum, segir að fjölþjóðakerfinu “beri að halda í við breytingar á heiminum. Þörf sé á að “vernda þarfir og hagsmuni núverandi og komandi kynslóða andspænis þrálátum kreppum.”Texta hans má finna hér.
Samningaviðræður stóðu yfir fram á síðustu stundu. Rússland var í forystu sjö ríkja sem knúðu fram atkvæðagreiðslu um breytingatillögu við sáttmálann. Þar var meðal annars lögð áhersla á skorður á afskipti af innanríkismálum hvers ríkis. Tillagan var felld með þorra atkvæða.
Auk Sáttmála framtíðarinnar voru samþykktir viðaukar um stafræna heiminn og yfirlýsing um kynslóðir framtíðarinnar.
Fylgjast má með Leiðtogafundinum um framtíðina hér.