António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fagnað því að Samningur um bann við kjarnorkuvopnum gekk í gildi í dag.
Samningurinn er fyrsti milliríkjasamningur um kjarnorku-afvopnun í meir en tvo áratugi.
„Samningurinn er þýðingarmikið skref í átt til kjarnorkuvopnalauss heims,“ segir Guterris í ávarpi á myndbandi. „Gildistaka hans felur í sér öflugan stuðning við milliríkjasamstarf í kjarnorku-afvopnun.“
„Eftirlifendur kjarnorkuárása hafa borið vitni um skelflilegar afleiðingar þeirra og eru siðferðilegt afl að baki samningnum. Gildistaka hans er virðingarvottur við óbilandi virkni þeirra. „