Samkomulag um að ljúka lengstu borgarastyrjöldinni

SigningofceasefireinCubaregardingpeaceinColombia UNphotoEskinderDebebe

SigningofceasefireinCubaregardingpeaceinColombia UNphotoEskinderDebebe
25.júní 2016. Ríkisstjórn Kólombíu og skæruliðasveitirnar FARC hafa undirritað friðarsamkomulag um að binda enda á borgarstríð sem staðið hefur yfir í 51 ár.

Talið era ð 250 þúsund manns hafi látist í stríðinu og 4.3 milljónir manna hafa flúið heimili sín. Samkomulagið var undirritað á Kúbu en þarlendir ráðamenn hafa miðlað málum ásamt Norðmönnum.

Suður-Ameríkuríki, Bandaríkin, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa einni stutt friðarviðræðurnar. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ sem var viðstaddur undirritunina (sjá mynd að ofan) hefur fagnað samkomulaginu og segir sögulegan árangur felast í því.

Í samningnum er tekið á málefnum á borð við pólitíska þátttökum, réttindi til lands, ólögleg fíkniefni, réttindi fórnarlamba og réttarfar.
Ekki eru þó allir sáttir við samninginn og þó einkum að leiðtogar og félagar í FARC verða ekki sóttir til saka gegn því að þeir að þeir leggi niður vopn, láti af yfirráðum yfir stórum landsvæðum og hætti umfangsmikilli ræktun og sölu kókaíns.