Sameinuðu þjóðirnar setja aukinn krafti í herferð til að gróðursetja milljarð trjáa 2007 til að stemma stigu við loftslagsbreytingum

18.janúar 2007 – Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna (the United Nations Environmental Programme (UNEP)) birti í dag ákall til alþjóðasamfélagsins um að gróðursetja milljarð trjáa í ár til þess að draga úr loftslagsbreytingum.  

Einstaklingar, börn, unglingar, skólar, frjáls félagasamtök, fyrirtæki, bændur, sveitarfélög og ríkisstjórnir eru hvött til þess að gróðursetja tré í því skyni að stíga lítið en táknrænt skref í baráttunni gegn stærsta vanda sem steðjar að mannkyninu á  21. öld að mati UNEP. Nú þegar hafa borist heit um að gróðursetja 157 milljónir trjáa. 

Ákallið sem kynnt var í París í dag er annað í röðinni frá því herferðinni “Plant for the Planet” var ýtt úr vör á Loftslagsráðstefnunni í Nairobi í Kenía í nóvember á síðasta ári. “Það er hægt að grípa til aðgerða víðar en í fundarsölum”, sagði Achim Steiner, forstjóri UNEP.

UNEP sér um samhæfingu herferðarinnar sem nýtur stuðnings Alberts II Mónakóprins og Alþjóða skógamiðstöðin (World Agroforestry Centre-ICRAF). Hvatamaður henner er Friðarverðlaunahafi Nóbels Wangari Maathai.  

Nánari upplýsingar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21268&Cr=unep&Cr1=tree