Sameinuðu þjóðirnar óska friðarverðlaunahöfum Nóbels til hamingju

António Guterres hittir eftirlifendur í Nagasaki.
António Guterres hittir eftirlifendur í Nagasaki. Mynd: UN Photo/Ichiro Mae

 António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur óskað japönsku grasrótarsamtökunum Nihon Hidankyo til hamingju með að hafa hlotið Friðarverðlaun Nóbels 2024.

 Í yfirlýsingu sagði Guterres að þótt svokölluðum hibakusha, eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki, fari fækkandi, séu þeir enn hryggjarstykkið í baráttunni fyrir kjarnorku-afvopnun í heiminum.

Guterres vottar fórnarlömbum kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima virðingu sína.
Guterres vottar fórnarlömbum kjarnorkuárásarinnar á Hiroshima virðingu sína. Mynd: UN Photo/Ichiro Mae

 „Ógnvekjandi vitnisburður þeirra minnir veröldina á að kjarnorkuógnin á ekki aðeins heima í sögubókum,“ sagði Guterres. „Kjarnorkuvopn eru enn skýr og raunveruleg ógn við mannkynið, sem birtist nú enn á ný í daglegri orðræðu alþjóða samskipta.“

Rústir eftir kjarnorkuárásina á Nagasaki
Rústir eftir kjarnorkuárásina á Nagasaki. Mynd: UN Photo/Yosuke Yamahata

Aðalframkvæmdastjórinn sagðist hafa átt marga eftirminnilega fundi með hibakusha. Hann sagði að tími væri kominn til að veraldarleiðtogar litu kjarnorkuógnina sömu augum og eftirlifendurnir. Þau væru tortímingartól, sem færðu engum hvorki öryggi né vernd.

 „Eina leiðin til að uppræta þá ógn sem stafar af kjarnorkuvopnum, er að uppræta þau með öllu,“ sagði Guterres í yfirlýsingu sinni.