Sameinuðu þjóðirnar minnast Belafonte

Harry Belafonte ræðir við blaðamenn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.
Harry Belafonte ræðir við blaðamenn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sendi í dag fjölskyldu, vinum og aðdáendum Harry Belafonte samúðarkveðjur í nafni allra starfsmanna stofnunarinnar.

Söngvarinn, leikarinn og baráttumaðurinn Belafonte lést í dag 96 ára að aldri. Hann var skipaður góðgerðasendiherra UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna 1987 og kom meðal annars til Íslands á hennar vegum.

 Kofi Annan og r Harry Belafonte góðgerðasendiherra UNICEF
Kofi Annan og r Harry Belafonte góðgerðasendiherra UNICEF

 „Auk þess að snerta milljónir manna með ólýsanlegum persónutöfrum í tónlist, kvikmyndum og leikhúsum, helgaði Belafonte líf sitt baráttu fyrir mannréttindum og óréttlæti í hvaða mynd sem er,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri í yfirlýsingu.

 „Hann var óttalaus baráttumaður fyrir borgaralegum réttindum og sterk rödd í baráttunni gegn Apartheid, gegn Alnæmi og í viðleitninni til að uppræta fátækt.“