Sameinuðu þjóðirnar hvetja til að árásum á sjúkrahús verði hætt

Nýfætt barn á Al-Shifa sjúkrahúsinu
Nýfætt barn á Al-Shifa sjúkrahúsinu. Mynd: © UNFPA/Bisan Ouda

Gasasvæðið. Stofnanir Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt til alþjóðlegra aðgerða til að stöðva árásir á sjúkrahús á Gasasvæðinu, nú þegar átök geisa á milli Ísraelskra hersveita og palestínskra vígasveita.

Svæðisstjórar Mannfjöldastofnunarinnar (UNFPA), Barnahjálparinnar  (UNICEF) og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segjast skeflingu lostnir yfir síðustu fréttum af mannfalli á í Gasaborg og öllum norðurhluta Gasasvæðisins. Palestínski Rauði hálfmáninn hefur skýrt frá því að næststærsta sjúkrahúsið á svæðinu, Al-Quds, sé óstarfhæft vegna eldsneytisskorts og þar með rafmagnsleysis.

Börn í hættu

Um helgina létust fimm sjúklingar að sögn heilbrigsyfirvalda á Gasa vegna þess að ekki var hægt að sekra þá upp vegna rafmagnsleysis. Tvö börn á létust á gjörgæsludeild, en vatn, matur og eldsneyti eru uppurin.

 

“Fyrir- og nýburar eru að deyja vegna orku- súrefnis- og vatnsskorts á Al-Shifa sjúkrahúsinu og önnur eru í hættu. Starfsfólk margra sjúkrahús hefur greint frá því að líf sjúklinga sé í hættu vegna skorts á eldsneyti, vatni og helstu hjúkrunargögnum,” segja  Laila Baker frá UNFPA, Adele Khodr hjá UNICEF og dr. Ahmed Al-Mandhari hjá WHO í yfirlýsingu.

Fólk hefur leitað skjóls frá árásum á Al-Shifa sjúkarhúsinu
Fólk hefur leitað skjóls frá árásum á Al-Shifa sjúkarhúsinu. Mynd: © WHO

Undanfarna 36 daga hefur WHO skráð að minnsta kosti 137 árásir á heilsugæslu á Gasa-svæðinu. 521 hefur látist í þessum árásum, þar af 16 heilbrigðisstarfsmenn og 686 særst þar á meðal 38 heilbrigðisstarfsmenn að sög svæðisstjóranna.