Talsmaður aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt ákvörðun Ísraels um að banna sjónvarpsstöðinni Al Jazeera að senda út fréttir í landinu
Talsmaðurinn, Stéphane Dujarric, lýsti þungum áhyggjum sínum og minnti á miklvægi frjálsra fjölmiða.
„Við hörmum ákvörðun ísraelsku ríkisstjórnarinnar um að stöðva starfsemi Al Jazeera í landinu,” sagði Dujarric. „Tjáningarfelsi er grundvallar-mannréttindi og hvers kyns tilraunir til að takmarka það grefur undan þeim lýðræðislegu grundvallaratriðum sem við leitumst við að tryggja.”
Lokun Al Jazeeera: Brot á tjáningarfrelsi
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi einnig harðlega ákvörðun Ísraels um að banna útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar í landinu og sagði hana brot á tjáningarfrelsi.
Skömmu eftir ákvörðunina réðist lögregla til atlögu við skrifstofur Al Jazeera og lagði hald á vinnutæki fréttamanna. Fréttamenn sjónvarpsstöðvarinnar hafa haldið áfram starfsemi á Gasasvæðinu þrátt fyrir árásir Ísraelshers sem kostað hafa starfsmenn þess lífið.
Sjónvarpsstöðin er í eigu Katar, en diplómatar ríkisins hafa reynt að miðla málum á milli Ísraela og Hamas, og reynt að tryggja lausn gísla sem teknir voru í árásinni á Ísrael 7.október.