Sameinuðu þjóðirnar hafa fagnað tilkynningu um vopnahlé á milli Ísraels og Líbanons. Í yfirlýsingu talsmanns António Guterres aðalframkvæmdastjóra segir að vonir séu bundnar við að með samkomulaginu „ljúki ofbeldisverkum, eyðileggingu og þjáningum, sem íbúar beggja landa hafa mátt þola.”
„Aðalframkvæmdastjórinn hvetur deilendur til að virða að fullu og axla þegar í stað allar skuldbindingar, sem samkomulagið felur í sér,“ segir í yfirlýsingunni.
Hann hvetur einnig stríðandi fylkingar til að stíga tafarlaus skref í þá átt að virða ályktun Öryggisráðsins númer 1701(2006). Sú ályktun var samþykkt í kjölfar átaka á milli Ísraels og Hisbolla. Þar er hvatt til að átökum sé hætt og Bláa línan, sem skilur að heri Ísraels og Líbanons sé virt.
„Sérstakur samræmandi fyrir Líbanon og Sveit Sameinuðu þjóðanna í Líbanon (UNIFIL) eru reiðubúin til að styðja framkvæmd samkomulagsins í samræmi við umboð þeirra,“ segir enn í yfirlýsingunni.
Samkomulagið: nýtt upphafi
Jeanine Hennis-Plasschaert sérstakur samræmandi Sameinuðu þjóðanna fyrir Líbanon sagði að samkomulagið gæti rutt brautina til að tryggja á ný öryggi óbreyttra borgara beggja vegna svokallaðrar Bláu línu
„Samkomulagið markar nýjan útgangspunkt í þýðingarmiklu ferli sem á sér rætur í álykun 1701,“ sagði hún í yfirlýsingu.
Bundinn endi á tortímingu
Sérstakti samræmandinn hvatti deilendur til að virða vopnahléssamninginn í hvívetna. Jafnramt að grípa tækifærið til að ljúka „tortímingar-kafla” og minnti á þá vinnu sem væri framundan.
„Tími er kominn að standa við fyrirheit,“ sagði Jeanine Hennis-Plasschaert.
Vopnahléssamingurinn kemur í kjölfar rúmlega árs spennu og átaka í kringum Bláu línuna og víðar. Óbreyttir borgarar hafa orðið harðast fyrir barðinu á ofbeldinu, þúsundir hafa látist og hundruð þúsunda flosnað upp frá heimilum sínum.